Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1997, Page 119

Andvari - 01.01.1997, Page 119
andvari í HEIMANA NÝJA 117 en dvergar og tröll sér búa ból í bergsins innstu leynum, og ljósálfar sér leika á hól að lýsigulli og steinum. Við skulum reyna að ræna frá þeim einum. Börnunum gef eg gnótt af óskasteinum. „Þá spretta laukar, þá gala gaukar." Þá syngja svanir á tjörnum, segðu það börnum, segðu það góðum börnum. Hér er lýst ferð milli heima, frá öryggi og ófrelsi mannheimsins til frelsis og öryggisleysis hins fjölbreytta náttúruheims. Talað er um „heimana nýja“ í þulunni. Ljóðmælandi hennar sér í marga heima án þess að verða þátttak- andi í neinum. Hún hefst á vísun í gamla þulu sem lögð er í munn tveimur börnum sem misst höfðu móður sína og hurfu eftir að hafa sagt hin drauga- !egu orð: „Túnglið, túnglið, túnglið mitt, taktu mig upp til skýja.“27 Theodora breytir þessum línum og velur úr kjarna sögunnar: óskina um að kasta frá sér sorgum og sút og vera borinn burt, líða um himingeiminn og sjá vítt, öðlast einhvers konar algleymi. Tunglið er persónugert, það líður um loftin og lítur til mannfólksins. í upphafi þulunnar virðist röddin í textanum taka sér far með því en segir síðan barni (,,Lipurtá“) frá draumkenndri ferð sem hefst á silfurbát er siglir að björtum ströndum á leið í betri heima. Sú mynd er ekki einungis úr nátt- úrunni. Algengt er í ævintýrum að einhvers konar móða sé milli tveggja heirna.2*’ Síðan rekur ein myndin aðra. Sú fyrsta er af hinni gjöfulu móður sem vinnur fyrir börnin sín og sendir þeim gjafir af ofgnótt sinni, rétt eins °g náttúran sjálf. Pá eru systur sem gefa gullinn streng í hljóðfæri manna ef vel er farið að þeim. Þær eru öllu varasamari en móðirin, ætlast til endur- gjalds fyrir greiðann, rétt eins og ýmsar þjóðsagnaverur. Enn hættulegri eru þó bræðurnir sem næst birtast og „brugga vél“. Þar sést hættulega hliðin á aáttúruheiminum, hinn myrki skógur, Myrkviður hinn ókunni.29 Næst birtist María mey, nátengd móðurinni. Hún er líka að vinna og er gjöful. Það virðist í hennar valdi að gefa náttúruna, hún er ekki hin hreina guðsmóðir heldur eins konar náttúrugyðja. Þannig er það hún sem lætur sóleyjar spretta á sumrin og gefur hlíðunum grænan kjól. Þá er farið upp á Tindastól. Þegar horft er frá tindastóli þessa heims blasir við auðugur heimur. Þar eru ekki aðeins dýr og gróður heldur einnig dvergar og tröll í Hynum í fjöllunum og ljósálfar á hól með lýsigull og steina sem hinn hrekkjótti ljóðmælandi ætlar að ræna frá þeim og gefa börnum. Þeir hafa líka margbrotna náttúru, eru óskasteinar og minna því á þjóðsöguna um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.