Andvari - 01.01.1997, Qupperneq 119
andvari
í HEIMANA NÝJA
117
en dvergar og tröll sér búa ból
í bergsins innstu leynum,
og ljósálfar sér leika á hól
að lýsigulli og steinum.
Við skulum reyna að ræna frá þeim einum.
Börnunum gef eg gnótt af óskasteinum.
„Þá spretta laukar,
þá gala gaukar."
Þá syngja svanir á tjörnum,
segðu það börnum,
segðu það góðum börnum.
Hér er lýst ferð milli heima, frá öryggi og ófrelsi mannheimsins til frelsis og
öryggisleysis hins fjölbreytta náttúruheims. Talað er um „heimana nýja“ í
þulunni. Ljóðmælandi hennar sér í marga heima án þess að verða þátttak-
andi í neinum. Hún hefst á vísun í gamla þulu sem lögð er í munn tveimur
börnum sem misst höfðu móður sína og hurfu eftir að hafa sagt hin drauga-
!egu orð: „Túnglið, túnglið, túnglið mitt, taktu mig upp til skýja.“27
Theodora breytir þessum línum og velur úr kjarna sögunnar: óskina um að
kasta frá sér sorgum og sút og vera borinn burt, líða um himingeiminn og
sjá vítt, öðlast einhvers konar algleymi.
Tunglið er persónugert, það líður um loftin og lítur til mannfólksins. í
upphafi þulunnar virðist röddin í textanum taka sér far með því en segir
síðan barni (,,Lipurtá“) frá draumkenndri ferð sem hefst á silfurbát er siglir
að björtum ströndum á leið í betri heima. Sú mynd er ekki einungis úr nátt-
úrunni. Algengt er í ævintýrum að einhvers konar móða sé milli tveggja
heirna.2*’ Síðan rekur ein myndin aðra. Sú fyrsta er af hinni gjöfulu móður
sem vinnur fyrir börnin sín og sendir þeim gjafir af ofgnótt sinni, rétt eins
°g náttúran sjálf. Pá eru systur sem gefa gullinn streng í hljóðfæri manna ef
vel er farið að þeim. Þær eru öllu varasamari en móðirin, ætlast til endur-
gjalds fyrir greiðann, rétt eins og ýmsar þjóðsagnaverur. Enn hættulegri eru
þó bræðurnir sem næst birtast og „brugga vél“. Þar sést hættulega hliðin á
aáttúruheiminum, hinn myrki skógur, Myrkviður hinn ókunni.29
Næst birtist María mey, nátengd móðurinni. Hún er líka að vinna og er
gjöful. Það virðist í hennar valdi að gefa náttúruna, hún er ekki hin hreina
guðsmóðir heldur eins konar náttúrugyðja. Þannig er það hún sem lætur
sóleyjar spretta á sumrin og gefur hlíðunum grænan kjól. Þá er farið upp á
Tindastól. Þegar horft er frá tindastóli þessa heims blasir við auðugur
heimur. Þar eru ekki aðeins dýr og gróður heldur einnig dvergar og tröll í
Hynum í fjöllunum og ljósálfar á hól með lýsigull og steina sem hinn
hrekkjótti ljóðmælandi ætlar að ræna frá þeim og gefa börnum. Þeir hafa
líka margbrotna náttúru, eru óskasteinar og minna því á þjóðsöguna um