Andvari - 01.01.1997, Page 120
118
ÁRMANN JAKOBSSON
ANDVARI
óskasteininn úr Tindastóli.30 Þulunni lýkur á stefi úr ævintýrinu um Mjað-
veigu Mánadóttur sem táknar hið eftirsóknarverða algleymi: „Þá spretta
laukar, þá gala gaukar.“31
A þessum dæmum sést að þulur Theodoru eru fjölbreyttar að efni og
myndum, hún fléttar sinn vef á margvíslegan hátt. Undantekningalítið er
hver þula margar sögur sem þó fjalla hver með sínum hætti um sömu stef:
hinn fjölbreytta heim náttúrunnar, útlegð mannsins frá honum, árekstur
mannheims og náttúruheims og þá uppreisn einstaklingsins sem felst í að
fara úr einum heimi í annan.
3. Einkenni og hugmyndir í þulum Theodoru
Þulur Theodoru Thoroddsen eru náttúruljóð. Náttúran er í senn heillandi
og hættuleg, kynngimögnuð og dul. Það sem einkum veldur seiðmagni
hennar er sá hluti sem í daglegu tali heitir jfirnáttúra. Aðgreining af því
tagi á hins vegar engan rétt á sér í þulunum. I þeim er aðeins ein vídd. Nátt-
úran er einn heimur. Aftur á móti er hún auðugri en sú sem náttúruvísindi
nútímans leyfa trú á. Þar eru álfar, tröll og dvergar, skógardísir og sædýr
sem eru að hálfu mennsk og að hálfu dýr. Og sá hluti náttúrunnar sem við
sjáum daglega hefur annað eðli. Fuglar eiga í tilhugalífi í meinum, selir eru
mennskir að hálfu og sólin getur sofið og gift sig, jafnvel átt sex systur. Allt
lýtur þetta þó eigin lögmálum, dvergar, skógardísir og marbendlar verða
líka að hegða sér samkvæmt eigin náttúru. Að því leyti eru þessar verur
jafn náttúrulegar og við.32 í þulum Theodoru er þetta ein og sama náttúran
og andstæða hennar er hinn mannlegi heimur sem hefur þó ekki gildi í
sjálfu sér, er fremur eins konar útlegð frá náttúruheiminum.
I þulunum tekst heimur útlegðarinnar, hinn siðmenntaði heimur með
sínar skyldur og ófrelsi, á við heim hinnar villtu og óbeisluðu náttúru, rétt
hjá mannheiminum.33 Þar eru engar kvaðir á einstaklinga, aðrar en að þeir
hegði sér samkvæmt eigin náttúru. Sá heimur býr í senn yfir meiri fegurð
og háska en mannheimurinn. Enska skáldið Auden heldur því fram að tvær
hinar öflugustu mannlegu ástríður séu að þekkja eigin heim og skapa aðra
til að bæta sér upp brotalamir hans. í þessum „aukaheimum“ hefur skáldið
algjört vald og frelsi til að hegða sér eins og því sýnist. Það veit allt sem
gerist en í aukaheimunum gerast aðeins markverðir, skemmtilegir eða heil-
agir hlutir. Smám saman verða þeir því öflugri en eigin heimur mannsins/
Náttúran í þulunum er slíkur aukaheimur og hátindur hans er sá heimur
sem eingöngu er hægt að komast til með því að klífa hæstu fjöll, svífa í him-
ingeiminum eða berast til á vængjum draumsins.