Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1997, Page 120

Andvari - 01.01.1997, Page 120
118 ÁRMANN JAKOBSSON ANDVARI óskasteininn úr Tindastóli.30 Þulunni lýkur á stefi úr ævintýrinu um Mjað- veigu Mánadóttur sem táknar hið eftirsóknarverða algleymi: „Þá spretta laukar, þá gala gaukar.“31 A þessum dæmum sést að þulur Theodoru eru fjölbreyttar að efni og myndum, hún fléttar sinn vef á margvíslegan hátt. Undantekningalítið er hver þula margar sögur sem þó fjalla hver með sínum hætti um sömu stef: hinn fjölbreytta heim náttúrunnar, útlegð mannsins frá honum, árekstur mannheims og náttúruheims og þá uppreisn einstaklingsins sem felst í að fara úr einum heimi í annan. 3. Einkenni og hugmyndir í þulum Theodoru Þulur Theodoru Thoroddsen eru náttúruljóð. Náttúran er í senn heillandi og hættuleg, kynngimögnuð og dul. Það sem einkum veldur seiðmagni hennar er sá hluti sem í daglegu tali heitir jfirnáttúra. Aðgreining af því tagi á hins vegar engan rétt á sér í þulunum. I þeim er aðeins ein vídd. Nátt- úran er einn heimur. Aftur á móti er hún auðugri en sú sem náttúruvísindi nútímans leyfa trú á. Þar eru álfar, tröll og dvergar, skógardísir og sædýr sem eru að hálfu mennsk og að hálfu dýr. Og sá hluti náttúrunnar sem við sjáum daglega hefur annað eðli. Fuglar eiga í tilhugalífi í meinum, selir eru mennskir að hálfu og sólin getur sofið og gift sig, jafnvel átt sex systur. Allt lýtur þetta þó eigin lögmálum, dvergar, skógardísir og marbendlar verða líka að hegða sér samkvæmt eigin náttúru. Að því leyti eru þessar verur jafn náttúrulegar og við.32 í þulum Theodoru er þetta ein og sama náttúran og andstæða hennar er hinn mannlegi heimur sem hefur þó ekki gildi í sjálfu sér, er fremur eins konar útlegð frá náttúruheiminum. I þulunum tekst heimur útlegðarinnar, hinn siðmenntaði heimur með sínar skyldur og ófrelsi, á við heim hinnar villtu og óbeisluðu náttúru, rétt hjá mannheiminum.33 Þar eru engar kvaðir á einstaklinga, aðrar en að þeir hegði sér samkvæmt eigin náttúru. Sá heimur býr í senn yfir meiri fegurð og háska en mannheimurinn. Enska skáldið Auden heldur því fram að tvær hinar öflugustu mannlegu ástríður séu að þekkja eigin heim og skapa aðra til að bæta sér upp brotalamir hans. í þessum „aukaheimum“ hefur skáldið algjört vald og frelsi til að hegða sér eins og því sýnist. Það veit allt sem gerist en í aukaheimunum gerast aðeins markverðir, skemmtilegir eða heil- agir hlutir. Smám saman verða þeir því öflugri en eigin heimur mannsins/ Náttúran í þulunum er slíkur aukaheimur og hátindur hans er sá heimur sem eingöngu er hægt að komast til með því að klífa hæstu fjöll, svífa í him- ingeiminum eða berast til á vængjum draumsins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.