Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1997, Side 124

Andvari - 01.01.1997, Side 124
122 ÁRMANN JAKOBSSON ANDVARI stúlkna sem hlaupa út um mýrar, móa og skóga í stað þess að sitja heima við hannyrðir og hjálpa til við húsverkin. Oft fylgja kynni við ótækan ást- mann sem er gjarnan hluti af hugarflugi þeirra, jafnvel náttúruguð af einhverju tagi. Þann hugarheim sem konur skapa sér í kveðskap sínum kallar Pratt grænheim (green world) og ástmanninn grænheimsástina (green world lover).38 Náttúruheimur Theodoru er grænheimur roskinnar konu og í honum eru margir ástmenn sem hún eltir uppi þó að því fylgi nokkur hætta sem ljóðmælandinn er meðvitaður um en lætur skeika að sköpuðu. í þulum Theodoru tapa einstaklingarnir oftast öllu sem þeir hætta í upp- reisn sinni gegn mannheimi, tilrauninni til að glata sjálfum sér í einingu náttúruheimsins. Fuglinn í fjörunni elskar í meinum og deyr að lokum (56-7). Frelsið er hættulegt og gjald þess að velja rangt hátt, eins og ljóð- mælandinn í þulunni um Kalastaða-Gunnu reynir sem „ber . . . menjar þess, eg valdi“ (62). Að lokum verður rof: Nóttin líður, glerið brotnar, draumahöllin hrynur, riddarinn sekkur, Ingibjörg giftist öðrum. Náttúru- heimurinn ferst. Eftir stendur mannheimurinn, fátæklegur, þröngur og kæf- andi. Þar er lágt til lofts og himnarnir eru lokaðir. 4. Þulurnar og menningarumhverfi þeirra Eins og áður var greint frá ríkir varla lengur neinn vafi á að þulur Theodoru eiga sér samsvaranir hjá nýrómantískum skáldum og eru þvl fremur nýjung á sínum tíma en „þjóðleg íhaldssemi.“ Eitt af nýrómantísku skáldunum er Hulda sem blæs nýju lífi í þuluformið þegar fyrstu þulur hennar birtast í Sumargjöf Bjarna frá Vogi árið 1905. Um leið verður hún helsta fyrirmynd og innblástur Theodoru. Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum varð raunar einnig fyrri til en Theodora að senda frá sér þulur en eins og Theodora hefur sjáíf lýst er það yrkingaraðferð Huldu sem hreif hana mest: „Ólöf kveður sína þulu eingöngu frá eigin brjósti, en Hulda hefur á því annað lag. Hún tekur gömlu þulurnar, molar úr þeim kjarnyrðin og vef- ur um þau hugljúfan og léttan hjúp, þannig að vér heillumst af og oss finst sem opnir standi álfheimar og undirdjúp“.39 Þá aðferð gerir Theodora að sinni með ágætum. Sé Hulda upphafsmaður nútímaþulunnar, fullkomnar Theodora hana. Meginorsök þess að Theodora hrífst af þulum Huldu er að hún tekur forn stef og vefur um þau „léttan hjúp“. Þannig sameinar hún fornan menningararf og heimsmynd frá upphafi 20. aldar. í þulum hennar mætist gamalt og nýtt, þær vísa út fyrir sjálfar sig og auðgast á nýju samhengi. Vís-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.