Andvari - 01.01.1997, Page 124
122
ÁRMANN JAKOBSSON
ANDVARI
stúlkna sem hlaupa út um mýrar, móa og skóga í stað þess að sitja heima
við hannyrðir og hjálpa til við húsverkin. Oft fylgja kynni við ótækan ást-
mann sem er gjarnan hluti af hugarflugi þeirra, jafnvel náttúruguð af
einhverju tagi. Þann hugarheim sem konur skapa sér í kveðskap sínum
kallar Pratt grænheim (green world) og ástmanninn grænheimsástina
(green world lover).38 Náttúruheimur Theodoru er grænheimur roskinnar
konu og í honum eru margir ástmenn sem hún eltir uppi þó að því fylgi
nokkur hætta sem ljóðmælandinn er meðvitaður um en lætur skeika að
sköpuðu.
í þulum Theodoru tapa einstaklingarnir oftast öllu sem þeir hætta í upp-
reisn sinni gegn mannheimi, tilrauninni til að glata sjálfum sér í einingu
náttúruheimsins. Fuglinn í fjörunni elskar í meinum og deyr að lokum
(56-7). Frelsið er hættulegt og gjald þess að velja rangt hátt, eins og ljóð-
mælandinn í þulunni um Kalastaða-Gunnu reynir sem „ber . . . menjar
þess, eg valdi“ (62). Að lokum verður rof: Nóttin líður, glerið brotnar,
draumahöllin hrynur, riddarinn sekkur, Ingibjörg giftist öðrum. Náttúru-
heimurinn ferst. Eftir stendur mannheimurinn, fátæklegur, þröngur og kæf-
andi. Þar er lágt til lofts og himnarnir eru lokaðir.
4. Þulurnar og menningarumhverfi þeirra
Eins og áður var greint frá ríkir varla lengur neinn vafi á að þulur
Theodoru eiga sér samsvaranir hjá nýrómantískum skáldum og eru þvl
fremur nýjung á sínum tíma en „þjóðleg íhaldssemi.“ Eitt af nýrómantísku
skáldunum er Hulda sem blæs nýju lífi í þuluformið þegar fyrstu þulur
hennar birtast í Sumargjöf Bjarna frá Vogi árið 1905. Um leið verður hún
helsta fyrirmynd og innblástur Theodoru. Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum
varð raunar einnig fyrri til en Theodora að senda frá sér þulur en eins og
Theodora hefur sjáíf lýst er það yrkingaraðferð Huldu sem hreif hana
mest: „Ólöf kveður sína þulu eingöngu frá eigin brjósti, en Hulda hefur á
því annað lag. Hún tekur gömlu þulurnar, molar úr þeim kjarnyrðin og vef-
ur um þau hugljúfan og léttan hjúp, þannig að vér heillumst af og oss finst
sem opnir standi álfheimar og undirdjúp“.39 Þá aðferð gerir Theodora að
sinni með ágætum. Sé Hulda upphafsmaður nútímaþulunnar, fullkomnar
Theodora hana.
Meginorsök þess að Theodora hrífst af þulum Huldu er að hún tekur
forn stef og vefur um þau „léttan hjúp“. Þannig sameinar hún fornan
menningararf og heimsmynd frá upphafi 20. aldar. í þulum hennar mætist
gamalt og nýtt, þær vísa út fyrir sjálfar sig og auðgast á nýju samhengi. Vís-