Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1997, Page 126

Andvari - 01.01.1997, Page 126
124 ÁRMANN JAKOBSSON ANDVARI listum. Sjaldan hafa listamenn, vísindamenn og þeir sem tóku þátt í þjóðfé- lagsumræðu verið meðvitaðri um tímamót, að þeir stæðu á krossgötum gamals og nýs. Þetta braust fram í uppreisn gegn hinu gamla, hvort sem var í þjóðskipulagi eða listum. Haldin voru réttarhöld yfir gamla tímanum, eins og Virginia Woolf orðaði það. Uppreisn þessi hafði aftur á móti engin skýr markmið, snerist frekar um það sem átti að hverfa en það sem átti að taka við.42 Þetta er samhengi þula Theodoru Thoroddsen. Þær eru skýrt dæmi um útópíska uppreisn, að því leyti hliðstæða við verk ensku skáldanna Butlers og Wells þó að útópía Theodoru sé öðruvísi. Útópía er ekki veruleikaflótti heldur þvert á móti leið til að takast á við samfélagsvandamál á annan hátt en með beinni þjóðfélagsgagnrýni, þáttur í endurmati allra gilda.43 Þannig lýsa þulur Theodoru flótta frá ánauð daglegs amsturs, frá tilveru ófrelsis og firringar til einingar náttúruheimsins. I aldamótatíðarandanum lá einnig sköpun aukaheima á borð við þá sem Auden lýsti, hlutverk listarinnar var að búa til gagnraunveruleika sem væri hinum æðri.44 Þessir „nýju heimar“ eru það sem þulur Theodoru snúast um og ég hef valið yfirheitið náttúru- heimurinn. Slík heimagerð einkenndist af eftirsókn eftir hinu framandlega sem einkenndi áratugina fyrir seinustu aldamót og spratt fram í austur- lenskum áhrifum á tónlist Puccini, Saint-Saéns, Massenets og jafnvel Gil- berts og Sullivans, í dálæti breskra menntamanna á öllu frönsku og á marg- víslegan annan hátt.45 Theodora finnur hið framandlega í íslenskum ævin- týrum, þar er sá norrænn íburður sem einna helst stenst samjöfnuð við gersemar Austurlanda. Uppreisn aldamótakynslóðarinnar beindist gegn röð og reglu, bæði í þjóðfélaginu eða listum. Hjá Theodoru sést hún í vali á efni og bragarhætti. Bæði háttur og myndir vitna um meðvitaða sundurleitni, snögg sviðskipti, öllu ægir saman, það er erfitt að festa hendur á byggingu og atburðarás. Þessi byltingarsinnaða óreiða helst í hendur við frelsisþrá kvæðanna sem beinist ekki síst að hefðbundnum kynhlutverkum. í þulum Theodoru er ris- ið upp gegn þeim. Konan er ekki hlutur, hún hefur sínar þrár og þær snúast ekki aðeins um að hjúkra mönnum, ala upp börn, líkna, þvo, staga. í þulum Theodoru eru konur, ljóðmælendur og aðrir, gjarnan gerendur í ástarmál- um, einstaklingarnir sem þulan snýst um. Þulurnar eru ástarljóð, umræða um einstaklinga og kynferði þar sem þungamiðja þokukenndrar atburða- rásar er uppreisn konu gegn feðraveldi samfélagsins. Þessi áhersla á kyn- hlutverk og endurskoðun þeirra á sér sinn líka í evrópskum listum á áratug- unum fyrir seinustu aldamót, þar leiðir aukin áhersla á manninn af sér aukna meðvitund um kynferði sem gjarnan lýsti sér í að dregið er úr grein- armun karls og konu, honum jafnvel afneitað. Meðvitundin um hœtturnar sem fólust í afnámi þessa munar hverfur aftur á móti aldrei, einnig hún sést
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.