Andvari - 01.01.1997, Blaðsíða 132
130
ÞRÖSTUR HELGASON
ANDVARI
ler saamange Hunde, eller saamange Heste, . . . o.s.frv.) undirstrikar skynj-
un barnsins á réttunum þar sem úir og grúir af mönnum og dýrum, rétt eins
og væri þar heimurinn saman kominn á einum stað; óendanlegur fjöldi,
óendanlegar stærðir. Lesandinn skynjar þetta á sama hátt, eins og þetta ætli
aldrei að taka enda; form og inntak haldast í hendur.
Þessi sama klausa er þannig í þýðingu Gunnars:
Aldrei hefði ég trúað því, að veröldin rúmaði önnur eins ógrynni af kindum, hestum,
hundum, gangnamönnum og öðrum ofurhugum, hvað þá annan eins gleðskap, há-
vaða, bergmál af hávaða, né heldur jafnmargháttaðar brösur, jafnmargar flöskur og
jafnmikið brennivín.
Útyfir réttarveggina beljaði jarmurinn í öllum hugsanlegum tóntegundum, seppar
geltu hver með sínu lagi, hestar hneggjuðu og hvíuðu, menn ópuðu, örguðu og görg-
uðu. Og ekki nóg með það.
Snaghyrntir hrútar með horn jafndigur handleggjunum á pabba stönguðust, svo
söng í höfuðbeinunum; hundar flugust á tveir og tveir eða heil benda og urrandi hóp-
ur hringinn í kring;. . . (1973:1,121).
Eins og sjá má er þýðing Gunnars nokkuð frábrugðin danska textanum.
Hér er textinn bútaður í smærri einingar, þessi eina efnisgrein í frumtextan-
um verður að átján í þýðingunni. Efnisatriðum er þannig raðað niður í
skipulagðar heildir og textinn missir formlega skírskotun sína til andrúms-
lofts réttanna þar sem ríkir fát og ringulreið. Einnig er klifunin felld burt
og í stað hennar kemur upptalning sem skapar meiri hraða í stílnum, en til-
vísunin til hinnar barnslegu skynjunnar fer fyrir ofan garð og neðan.
í þýðingu Halldórs er frumtextanum hins vegar fylgt mjög nákvæmlega
og stílleg einkenni halda sér eins og auðið er:
Því hefði ég aldrei trúað, að svona margar kindur væru til í heiminum, né svona
margir hundar, né svona margir hestar, né svona margt fólk, né svona mikill hávaði,
né svona mikið bergmál af hávaða, né svona mikill gleðskapur, né svona mikill ófrið-
ur, né svona margar flöskur, né svona mikið brennivín. Kindajarmurinn berst í stríð-
um straumum frá réttinni, óslitinn, fossandi söngur í öllum tóntegundum, hundar
gelta, hver með sínu lagi, hestar hneggja, og menn æpa. En þetta eru smámunir . • •
Snaghyrndir hrútar með horn, sem eru álíka digur og armar mínir, stangast, svo undir
tekur. Hestar prjóna hver á móti öðrum og bítast, slá hver annan og reka upp sker-
andi óhljóð. Hundar fljúgast á, ýmist tveir og tveir eða heil benda, hver ofan á öðr-
um, og urrandi hópur hringinn í kring (1941:182).
Við skulum í beinu framhaldi af þessu skoða annað dæmi um það hvernig
Gunnar fellir burt einstök stílbrögð og brýtur upp setningarfræðilegt forrn
textans:
Den Tid de var borte forekom mig uendelig lang. Skpnt jeg baade skrev og modtog
„Sedler", skpnt min Mor taalmodigt fortalte mig alt hvad hun vidste om det Liv der