Andvari - 01.01.1997, Page 143
ANDVARI
INNANGARÐS OG UTAN
141
athugasemd að jötnar hafi einnig komið sér upp sínum eigin görðum og
nefni Útgarð, heimkynni jötunsins Útgarða-Loka og hirðar hans. Því yrði
þá til að svara að á þeim stað var ekki allt sem sýndist þar sem heimamenn
gerðu gestum sínum sjónhverfingar, enda sagan um Útgarð hluti af Gylfa-
ginningu sem er einn blekkingarvefur frá upphafi til enda eins og höf-
undurinn, Snorri Sturluson, tekur sérstaklega fram.5
Enn hika ég ögn við að taka mér orðið lauslœti í munn en staðhæfi engu
að síður að í Ásgarði hafi það verið talin lausung að stofna til mægða við
utangarðsfólk enda leiddu slíkar tengdir einatt til óhamingju og stórslysa.
Frjósemisgoðið Freyr, sem æsir höfðu að vísu fengið frá Vönum, sá eitt sinn
alla leið inn í Jötunheima og festi sjónar á lostfagurri tröllkonu, Gerði
Gymisdóttur, og varð heltekinn slíkum ástarbríma að hann kvaðst eigi
myndi „lengi lifa, ef hann skyldi eigi ná henni.“ Stefnumót við hina mátt-
ugu gýgi og jötunsdóttur varð Frey gaman í dýrara lagi og Ieiddi til dauða
hans í ragnarökum. í þessu dæmi jafngildir lausung eða þá jafnvel lauslœti
því sem þeir í Hollywood nefna fatal love. Banvæn ást þeirra Freys Njarð-
arsonar og Gerðar Gymisdóttur mætti gjarna koma til nánari umræðu því
að þau birtast rétt sem ein hjónakorn hjá Snorra Sturlusyni í Heimskringlu
og eiga að afkomendum konunga á Norðurlöndum. Megum við þá vera
minnug frægrar línu í þjóðhátíðarkvæði Davíðs Stefánssonar þar sem hann
ávarpar forfeður okkar, landnámsmennina íslensku sem „hetjur af kon-
ungakyni“ og þá einnig þess að víslega hafi þær hinar sömu hetjur flutt
með sér út hingað drjúgan skammt af fatal love (banvænni ást) í erfðavísum
sínum.
Ekki er allt sem sýnist. Þó Óðinn væri bæði voldugur og snjall hvíldi sá
skuggi yfir ættarmeiði hans og uppruna að í móðurkyn var hann af illþýði
og utangarðsfólki kominn. Að föðurætt hans verður ekki fundið. Afinn
þeim megin nefndist Búri og hafði sá á þrem dögum vaxið upp af söltum
hrímsteinum sem kýrin Auðumla sleikti. Búri var „fagur álitum, mikill og
máttugur,“ segir í Snorra-Eddu. „Hann gat son þann er Borr hét,“ segir
enn í sömu bók. Hvort einhver lausung fylgdi þeim getnaði verður ekki
greint þar sem heimildir um móðerni Bors skortir fullkomlega. Með fað-
erni hans eitt í huga hafa fræðimenn þó ætlað honum mannkosti sem
nægðu til upptöku í tölu goða eða ása, svona eftir á að hyggja. Engu að síð-
ur fer því fjarri að tekist hafi að skapa þessum mikla forföður viðunandi
mannorð því að hann gekk að eiga utangarðskonuna Bestlu, dóttur Böl-
þorns jötuns. Fullvíst er að þegar fram liðu stundir fylgdu slíkum ráðahag
lausung og háski. í þessu tilviki er þó fremur erfitt í að leggja siðferðilegt
mat á hjúskapinn þar sem svo virðist að ásynjur væru ekki enn komnar á
stjá þegar Borr fór að skyggnast um eftir kvonfangi. Tel ég líklegast að
hann hafi átt einskis annars úrkosta en að beina sjónum í Jötunheima.