Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1997, Side 152

Andvari - 01.01.1997, Side 152
150 BÖÐVAR GUÐMUNDSSON ANDVARI Guðmundur Stefánsson, Guðbjörg kona hans og Sigurlaug dóttir þeirra, fluttu að Mýri vestan frá Víðimýrarseli, til Kristjáns og Helgu, hálfsystur hans, en Stefán G. að Mjóadal til Jóns og Sigurbjargar, alsystur Guðmundar. Guðmundur var myndarlegur maður og skarpgefinn. Guðbjörg var háttprúð kona, Sigurlaug álitlegur unglingur. Hún sýndist líkari föðurnum en Stefán líkari móðurinni, eins og mér finnst tíðara. Meðan Jóhann2 var á Mýri las hann mest upphátt fyrir fólkið á kvöldin, sem var þá eins sjálfsagt og að kveikja upp eld á hverjum morgni. Hann var góður lesari. Guð- mundur tók við af Jóhanni að lesa. Hann hafði fremur lága rödd, sterka, og las af- bragðs skýrt, eins og hann legði sig fram um að þrýsta efninu inn í höfuð áheyrenda. Lá við að ég vildi stundum líkjast honum í því. Og framsetning Stefáns, sonar hans, minnir á þetta, andlega skoðað. Það fór vel á með okkur Guðmundi, og okkur var ekki sársaukalaust að kveðjast á Akureyri 1873 þegar hann fór til Ameríku en ég var dæmdur lil að snúa aftur vegna skiprúmsleysis, ásamt fleiri einhleypum mönnum. Stefáni kynntist ég mest á Akureyri. Mig þekktu engir menn af vesturförunum nema Þorgrímur Jónsson, Þorgrímssonar, og Stefán, og vorum við mest saman þær þrjár vikur sem beðið var skipsins á Akureyri. Þá segir hann einnig frá dvöl sinni í Wynyard og við Kandahar: Þá tók ég dálítinn þátt í félagsmálum. Var það mér heldur til ánægju vegna gamals vana. Ásamt öðrum stofnaði ég söfnuð, fyrst í Wynyard, svo við Kandahar. Einnig lestrarfélag á báðum stöðunum. Var ég skrifari og féhirðir í bókavalsnefnd Leifs heppna, lestrarfélagi Kandaharmanna, þangað til farið var að kaupa enskar bækur um 1920. Þá var orðið lítið um íslenskulesandi fólk. Nú er búið að gefa íslensku bæk- urnar Lestrarfélagi Wynyardbúa. Þátt tók ég í samræðufélagsskap einn vetur. Og á samkomum sem haldnar voru til arðs einhverju, eða ánægju, las ég stundum eitthvað upp. Þegar kirkjufélagið klofnaði 1908 eða 1909, sagði ég mig úr söfnuðinum því að inn- blásturs- bókstafs- né útskúfunarkenningum hef ég ekki hallast. Barni og unglingi var mér kennt að Gamla testamentið væri trúarbók Gyðinga. Nýja testamentið trúarbók kristinna manna. Um þetta bar prestinum og móður minni saman, enda sagðist hann koma öllum hálfvitum til hennar svo þeir kœmust í kristinna manna tölu. Þetta álít ég að hafi verið almennt kennt á íslandi. Hefi alltaf álitið skyldu mína að fyrirlíta gyð- inglegar kreddur sem eru gagnstæðar kenningum Krists. Foreldrar mínir fjarlægðust alltaf meira og meira útskúfunarkenninguna. Eftir því sem þau sáu oftar hve samúð og samvinna er farsælli en ofsi og yfirgangur, fundu þau hvað Jesús var Móses meiri. Ekki amaðist ég þó við að börn mín fylgdu móðurfólki sínu í flokk Jóns Bjarnason- ar.3 Þeir vita ekki hvað þeir gera er stafur sem ég styð mig oft við. . . Jón frá Mýri var um margt mæðumaður hin síðustu ár. Árið 1917 missti hann tvö uppkomin börn sín úr berklum. Þrír synir hans börðust í breska hernum, Haraldur, Helgi og Hallgrímur, sem var liðsforingi í breska flug- hernum. Um það segir Jón í lok æviminninga sinna: Árið 1917 dóu þau Baldur, 23. september, og Nanna, 26. nóvember, og 3. september 1918 féll Hallgrímur í flugbardaga í Frakklandi. Það ár komu þeir Haraldur, í febrúar, og Helgi í október heim úr hernum til þess að lifa fyrst á heilsuhælum eða sjúkrahús- um. Svo vinnufærir við og við síðan. . .
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.