Andvari - 01.01.1997, Qupperneq 152
150
BÖÐVAR GUÐMUNDSSON
ANDVARI
Guðmundur Stefánsson, Guðbjörg kona hans og Sigurlaug dóttir þeirra, fluttu að
Mýri vestan frá Víðimýrarseli, til Kristjáns og Helgu, hálfsystur hans, en Stefán G. að
Mjóadal til Jóns og Sigurbjargar, alsystur Guðmundar. Guðmundur var myndarlegur
maður og skarpgefinn. Guðbjörg var háttprúð kona, Sigurlaug álitlegur unglingur.
Hún sýndist líkari föðurnum en Stefán líkari móðurinni, eins og mér finnst tíðara.
Meðan Jóhann2 var á Mýri las hann mest upphátt fyrir fólkið á kvöldin, sem var þá
eins sjálfsagt og að kveikja upp eld á hverjum morgni. Hann var góður lesari. Guð-
mundur tók við af Jóhanni að lesa. Hann hafði fremur lága rödd, sterka, og las af-
bragðs skýrt, eins og hann legði sig fram um að þrýsta efninu inn í höfuð áheyrenda.
Lá við að ég vildi stundum líkjast honum í því. Og framsetning Stefáns, sonar hans,
minnir á þetta, andlega skoðað. Það fór vel á með okkur Guðmundi, og okkur var
ekki sársaukalaust að kveðjast á Akureyri 1873 þegar hann fór til Ameríku en ég var
dæmdur lil að snúa aftur vegna skiprúmsleysis, ásamt fleiri einhleypum mönnum.
Stefáni kynntist ég mest á Akureyri. Mig þekktu engir menn af vesturförunum nema
Þorgrímur Jónsson, Þorgrímssonar, og Stefán, og vorum við mest saman þær þrjár
vikur sem beðið var skipsins á Akureyri.
Þá segir hann einnig frá dvöl sinni í Wynyard og við Kandahar:
Þá tók ég dálítinn þátt í félagsmálum. Var það mér heldur til ánægju vegna gamals
vana. Ásamt öðrum stofnaði ég söfnuð, fyrst í Wynyard, svo við Kandahar. Einnig
lestrarfélag á báðum stöðunum. Var ég skrifari og féhirðir í bókavalsnefnd Leifs
heppna, lestrarfélagi Kandaharmanna, þangað til farið var að kaupa enskar bækur
um 1920. Þá var orðið lítið um íslenskulesandi fólk. Nú er búið að gefa íslensku bæk-
urnar Lestrarfélagi Wynyardbúa. Þátt tók ég í samræðufélagsskap einn vetur. Og á
samkomum sem haldnar voru til arðs einhverju, eða ánægju, las ég stundum eitthvað
upp.
Þegar kirkjufélagið klofnaði 1908 eða 1909, sagði ég mig úr söfnuðinum því að inn-
blásturs- bókstafs- né útskúfunarkenningum hef ég ekki hallast. Barni og unglingi var
mér kennt að Gamla testamentið væri trúarbók Gyðinga. Nýja testamentið trúarbók
kristinna manna. Um þetta bar prestinum og móður minni saman, enda sagðist hann
koma öllum hálfvitum til hennar svo þeir kœmust í kristinna manna tölu. Þetta álít ég
að hafi verið almennt kennt á íslandi. Hefi alltaf álitið skyldu mína að fyrirlíta gyð-
inglegar kreddur sem eru gagnstæðar kenningum Krists. Foreldrar mínir fjarlægðust
alltaf meira og meira útskúfunarkenninguna. Eftir því sem þau sáu oftar hve samúð
og samvinna er farsælli en ofsi og yfirgangur, fundu þau hvað Jesús var Móses meiri.
Ekki amaðist ég þó við að börn mín fylgdu móðurfólki sínu í flokk Jóns Bjarnason-
ar.3 Þeir vita ekki hvað þeir gera er stafur sem ég styð mig oft við. . .
Jón frá Mýri var um margt mæðumaður hin síðustu ár. Árið 1917 missti
hann tvö uppkomin börn sín úr berklum. Þrír synir hans börðust í breska
hernum, Haraldur, Helgi og Hallgrímur, sem var liðsforingi í breska flug-
hernum. Um það segir Jón í lok æviminninga sinna:
Árið 1917 dóu þau Baldur, 23. september, og Nanna, 26. nóvember, og 3. september
1918 féll Hallgrímur í flugbardaga í Frakklandi. Það ár komu þeir Haraldur, í febrúar,
og Helgi í október heim úr hernum til þess að lifa fyrst á heilsuhælum eða sjúkrahús-
um. Svo vinnufærir við og við síðan. . .