Andvari - 01.01.1954, Side 2
Bækur s hesmilisbókasafnið -
Bækur til tækifærisgjafa.
Gerið svo vel að athuga, að vér höfum ýmsar bækur
til sölu auk hinna föstu félagsbóka. Hér verða nokkrar
nefndar:
Nýjar aulcafélagsbækur, sem félagsmenn fá við 20—30%
lægra verði en í lausasölu.
1. íslenzkar dulsagnir, frásagnir um dulræn efni, eftir
Oscar Clausen.
2. Mannfundir, sýnisbók íslenzkrar ræðumennsku og
orðlistar í þúsund ár, valin af Vilhjálmi Þ. Gíslasyni.
3. Finnland, eftir Baldur Bjarnason. Samkvæmt óskum
margra félagsmanna koma út á þessu ári 2 bindi í
bókaflokknum „Lönd og lýðir“.
4. Andvökur Stephans G., II. bindi heildarútgáfu af
lcvæðum skáldsins.
5. Saga íslendinga, tímabilið 1830—74. Fyrri hluti 8.
bindis eftir Jónas Jónsson.
6. Heimsbókmenntasaga, fyrri hluti. Höfundur Krist-
mann Guðmundsson.
Elcki er öruggt, að tvær síðastnefndu bækurnar kom-
ist út fyrir jól.
Dhammapada. Bókin um dyggðina — Indverskt helg'i-
rit í íslenzkri þýðingu úr frummálinu eftir Sören
Sörenson. — Andvökur Stephans G., I. bindi. Félags-
verð kr. 70,00 heft, kr. 98,00 í rexinb. og kr. 120,00 í
skinnb. — Saga Islendinga í Vesturheimi, 5. og síðasta
bindi. I því er saga Winnipeg, Minnesota, Selkirk og
Lundar. Félagsverð kr. 68,00 heft og kr. 88,00 innb. —
Sagnaþættir Fjallkonunnar, ýmiss konar fróðleikur úr
hinu merka blaði „Fjallkonunni". Félagsverð kr. 40,00
heft, kr. 58,00 í rexinb. og kr. 78,00 í skinnb. — Miðalda-
Framh. á 3. \ápusíðu.
•K