Andvari - 01.01.1954, Qupperneq 9
ANDVARI
Steinþór Sigurðsson
5
að fara yfir nýrunnið hraun. Jeppabíll þeirra félaga stóð á brekku-
brún upp af „Kórnum“ og flýtti það talsvert för Árna. Um
kvöldið var lík Steinþórs borið á börum, sem hjálparsveitin hafði
með sér, niður undir Næfurholt, en þar beið þá sjúkrabifreið, er
flutti það til Reykjavíkur.
Steinþór var á 44. aldursári, er hann beið bana með svo
óvæntum og sviplegum hætti. Hann féll frá miklu óloknu ætl-
unarverki, en hafði þó þegar leyst af bendi meiri og fjölbreytt-
ari störf en margur sjötugur. Ættland sitt og náttúru þess þekkti
hann sennilega bezt allra samtíðarmanna sinna. Fyrir skömmu
hafði bann tekizt á hendur framkvæmdir fyrir Rannsóknaráð
ríkisins og var því að inna af hendi skylduverk sín, er slysið
varð. — Steinþór var sístarfandi, og ég hef aldrei þekkt starfs-
glaðari mann. Hvert unnið verk bar sjálft í sér nægileg laun.
Þess vegna sóttist Steinþór aldrei eftir vegtyllum, hrósi eða fjár-
rnunum fyrir verk sín. Því hlýtur líka að skorta í ævisögu hans
marga þá hluti, sem helzt þykja prýða öldunga þjóðfélagsins. En
að honum látnum stóðu víða auð og vandfyllt skörð eftir, þar
sem Steinþór hafði unnið óeigingjarnt brautryðjandastarf, þegj-
andi og hávaðalaust. Starfsbræður hans og jafnaldrar höfðu á
honum mikið traust og hörmuðu mjög fráfall hans.
í eftirfarandi línum mun ég leitast við að rifja upp hinn
skammvinna æviferil þessa horfna samferðamanns og endurminn-
mgar um hann, eins og ég kynntist honum.
ÆTT OG ÆSKA. Steinþór fæddist í Reykjavík 11. dag
janúarmánaðar 1904. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson, síð-
ar skólastjóri Miðbæjarskólans, og fyrri kona hans, Anna Magnús-
dóttir frá Dysjum á Álftanesi. Sigurður var fæddur 6. maí 1872
ah Lækjarkoti í Mosfellssveit, en Árnesingur að langfeðgatali.
Jón, faðir hans, var sonur Árna bónda á Minna-Mosfelli, Sig-
urðssonar bónda á Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík, Árnasonar bónda í
Herdisarvík, Þorsteinssonar hónda á Bjarnastöðum í Selvogi, Jóns-
sonar bónda í Eirnu í Selvogi, Hróbjartssonar hónda í Þorkels-