Andvari - 01.01.1954, Page 20
ANDVARI
16 Jó n Eyþórsson
kennileiti umhverfis Langjökul. Var þetta fyrsta tilraun hér með
landmælingar úr lofti.
Sumarið 1938 var síðasta sumarið, sem Steinþór vann að
landmælingum. Var hann þá við mælingar á Holtamannaafrétti,
Vonarskarði og Tungnafellsjökli.
Eftir það var aftur tekið að flugnrynda hálendið. Svo kom
ófriðurinn, og tók í bili fyrir landmælingastörf að nrestu.
Steinþór var hamhleypa við mælingarnar og ætlaði sér alls
ekki af, þegar mælingaveður var hagstætt. Viðurværi var hvergi
nærri gott, aðallega dósamatur, brauð, smjörlíki og mjólkurlaus
hafragrautur. Notuðu þeir oftast volgt vatn fyrir útálát á graut-
inn. í votviðrum vildi brauðið mygla fljótlega. Steinþór hélt
því fram, að lítil ástæða væri til að kvarta, þótt brauð væri
grænmyglað, það sakaði engan. Hins vegar yrði það óætt með
öllu, er græna myglan færi að breytast í svartan hroða. Stund-
um urðu þeir félagar að lifa dögum saman á hungurskammti,
ef þeir voru mjög fjarri byggð, en vildu ekki hverfa frá ómældu
svæði fyrr en í fulla hnefana.
Sumarið 1932, er Steinþór vann að mælingum í ofanverðum
Bárðardal, og á öræfunum þar í grennd, varð hann miður sín
til heilsu og mun hafa fengið alvarlegan snert af skyrhjúg. Varð
liann að fá lausn frá kennslustörfum veturinn eftir, frá byrjun
febrúar til maíloka, og dvaldist þá í Kaupmannahöfn. Hresstist
hann brátt af fjörefnagjöf, en þó mun hann tæplega hafa náð
heilsu sinni að öllu leyti eftir óhollt viðurværi og ot harðsótta
vinnu í landmælingunum.
f annað stað hafði mælingastarfið geysimikil áhrif á þroska
Steinþórs og viðhorf. Þarna kynntist hann landinu, byggðum
þess og öræfum, og átti skipti við ljölda manna í fjarlægum
sveitum. í æsku hafði hann vanizt hestum og sveitastörfum. Nú
kom þetta sér vel. Er ekki að orðlengja það, að Steinþór varð á
þessum árum einhver ötulasti og ókvalráðasti ferðamaður lands-
ins. Hann kunni að velja vöð á vötnum, og síðar kynntist ég