Andvari - 01.01.1954, Síða 21
ANDVARI
Steinþór Sigurðsson
17
leilcni hans í því að leggja óþjálan flutning í klyfjar og binda
þær, svo að vel dygði á vondum vegi.
Steinþór var án efa allra manna kunnugastur landslagi á ís-
landi. Hann hafði mjög öruggt sjónminni og mundi hverjum
manni betur afstöðu og útlit kennileita. Kom það sér vel við
landmælingar.
ÍÞRÓTTAMÁL. Um það leyti sem Steinþór fluttist til
Akureyrar, hafði skíðaíþróttin í nútímaformi byrjað að festa þar
rætur. Hópur manna hafði þar samtök um að reisa fyrsta skíða-
skálann við Akureyri, SkíðastaSi. Það var árið 1931. Um þær
mundir fór Steinþór á skíði í fyrsta sinn og gekk í Skíðastaða-
félagið. Hann hafði ekki iðkað íþróttir áður, en fékk þegar mik-
inn áhuga á skíðaíþróttinni og hafði jafnan hið mesta yndi af
skíðaferðum upp frá því.
Steinþóri var í blóð borin rík þörf til að dveljast úti í nátt-
úrunni, skynja hana og skoða. Áhugi hans á ferðalögum orsak-
aðist fyrst og fremst af þessu, og hin fjölbreytta náttúru lands vors
veitti huga hans ótæmandi verkefni. Hann hafði það stundum
á orði, að sér fyndist óþarfi að fara í skennntiferðalög til útlanda,
þegar ferðir á íslandi væru slík ævintýri.
Skíðaíþróttin var Steinþóri tilefni til þess að ferðast um landið
að vetrarlagi og á jöklum á öllum tímum árs. Hann iðkaði skíða-
ferðimar i flestum frístundum sínum að vetri til, og það kom
svo af sjálfu sér hjá slíkum áhugamanni sem Steinþór var, að
hann fullkomnaði sig í sjálfri skíðaíþróttinni og öðlaðist meiri
þekkingu á þessari íþrótt en áður munu hafa verið dæmi um
hér á landi.
Skíðaíþróttin er öllum öðmm íþróttagreinum fjölbreyttari, því
að hún hæfir ungum sem gömlum, konum sem körlum. Það má
iðka hana sexn hreina keppnisíþrótt á troðnum og uppbyggðum
skíðabrautum, en það má einnig njóta hennar til vetrarferða allt
frá stuttum gönguferðum til hinna stórfenglegustu ferða, sem
völ er á, þegar kliíið er á snævi þakta fjallatinda. í skíðaíþrótt-
2