Andvari - 01.01.1954, Side 27
andvari
Steinþór Sigurðsson
23
mörkum, sem þá voru í 1240 m hæð yfir sjó. Til fararinnar
höfðu þeir tvo jeppa, og dró annar þeirra kerru með vélsleða á.
Sleðinn var af amerískri gerð með 25 hestafla hreyfli og einu
dráttarbelti á miðju. Þess ber að geta, að nokkrum vikum áður
höfðu þeir Jóhannes Áskelsson og Árni Stefánsson ekið svipaða
leið í jeppa upp á Dyngjujökul.
Er leiÖangurinn var kominn að hjarnmörkum jökulsins, gerði
óveður, og sátu þeir félagar þar veðurtepptir í sex daga. Þegar upp
birti, lögðu þeir upp til Grímsvatna á vélsleðanum. Aftan í hann
var fest Nansensleða með farangri. Steinþór ók vélsleðanum, en
félagar hans vom á skíðum og létu dragast á böndum, sem fest
voru í sleÖana. Eftir að upp fyrir hjarnmörkin kom, gekk ferÖin
eins og í sögu, þótt vélsleðinn hefði um 650 kg í eftirdragi. 1
Grímsvatnadal dvöldust þeir félagar rúman sólarhring og mældu
helztu breytingar, sem þar höfðu orðið eftir jökulhlaupið í Skeiðará
árið áður.
Úr Grímsvötnum héldu þeir austur til Kverkfjalla, skoðuðu
þar brennisteinshveri og komust að þeirri niÖurstöÖu, að þama
væri mesta hverasvæði landsins, ef Torfajökull einn væri undan
skilinn. Að svo búnu óku þeir vestur á Bárðarbungu, og mældist
Steinþóri hæð hennar 1988 m, en áður höfðu margir álitið hana
hæsta fjall landsins. Síðan var haldið til tjaldbúða á Dyngju-
jökli og sömu leiÖ og áður til Reykjavíkur.
Steinþór tók góða og um margt merkilega kvikmynd af þessu
nýstárlega ferðalagi, en dýrmætasta taldi hann reynslu þá, sem
af henni hefði fengizt um notkun vélknúinna farartækja a
Vatnajökli. Reynslan hefur margfaldlega sýnt, að menn anna
því ekki að draga sjálfir nægilegan fararbúnað upp að Grims-
vötnum til þess að geta dvalizt þar nægan tíma til rannsókna.
Á árunum 1943—1946 fór Steinþór alls 7 skemmri eða lengri
rannsóknaferðir á Mýrdalsjökul í félagi við þann, er þetta ritar.
Stundum vorum við aðeins tveir saman, en oftast fleiri í hóp.
Langerfiðasta ferðin var gerð í septembermánuði 1943, og mæddi
hun vissulega nærri eingöngu á Steinþóri. Við höfÖum ákveðið