Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1954, Qupperneq 36

Andvari - 01.01.1954, Qupperneq 36
32 Sigurður Þórarinsson ANDVARI Pálssonar í náttúrufræði við Hafnarháskóla, Fleischer, á ekki nógu háðuleg orð yfir hinar fáránlegu skoðanir Voltaires og Buffons. En snemma á 19. öld er þekking jarðfræðinganna orðin það mikil, að þeim er ekki lengur möguleg samleið með kirkj- unnar mönnum, og skilur þar með þeim. En eitt er það, að sannfærast um, að tímatal biblíunnar sé rangt, og annað, að komast að einhverri grundvallaðri skoðun um aldur jarðar. Margir náttúrufræðingar 19. aldar spreyttu sig á þessu verkefni, og skulu aðeins nokkur dæmi nefnd. Hinn heimsfrægi brezki jarðfræðingur Charles Lyell reyndi að reikna út aldur lífsins á jörðinni út frá þróun dýrafylking- anna, og birti hann niðurstöður sínar 1867. Taldist honum 240 milljónir ára vera liðnar frá byrjun fomaldar, en margir frægir jarðfræðingar gagnrýndu þessar niðurstöður harðlega og þótti þetta alltof hár aldur. Bandaríkjamaðurinn Matthew bar saman þróun hestsins frá byrjun ísaldar og þróun hans frá því, er hann fyrst kemur fram á sjónarsviðið á Eócenlímanum í byrjun ný- aldar, og taldist honum, að sú þróunarsaga myndi vera 85 sinn- um lengri en sá þáttur hennar, sem gerzt hefir frá ísaldarbyrjun. Meinið var, að lengd þessa þáttar vissi hann ekki, en hefði hann vitað, að liðin er tæp milljón ára, síðan ísöld gekk í garð, hefði aldur hans á Eócen orðið 50—60 milljónir ára, sem er mjög nærri réttu. Brezki stjörnufræðingurinn Halley, sem fræg hala- stjarna er kennd við, henti þegar um 1700 á aðferð til að mæla aldur jarðar, sem ýmsir hafa síðan spreytt sig á. Hún er sú, að reikna aldurinn út lrá saltmagni heimshafanna. Er þá gengið út frá því, að allt salt hafanna sé frá landi komið og hafi borizt með ánuin. Sé stærð og rúmmál hafanna þekkt, er auðveit að reilcna út heildarsaltmagn þeirra. Hægt er og að mæla, hversu mikið vatn berst til heimshafanna árlega, og einnig að afla vitneskju um saltmagn hinna einstöku vatnsfalla. En hins vegar er erfitt að segja um, hversu mikið saltinagn hafi verið í ánum á tímabilum með öðru loftslagi en nú ríkir. Útreikningar, sem gerðir voru á þessum forsendum á síðustu öld, sýndu þó, að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.