Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1954, Page 38

Andvari - 01.01.1954, Page 38
34 Sigurður Þórarinsson ANDVARI fram undir lok tertíertímans er nú byggt á. Þessi tímatalsaðferð byggist á því, að frumefnin úraníum (U) og tóríum (Th), sem eru sjálfkleyf, verða að lokum að helíum og blýi (Pb). Vitað er með vissu, hversu langan tíma þessi efnabreyting tekur, svo og að ekkert hefir áhrif á hana, hraðar henni eða seinkar. Þess vegna er hægt að ákvarða aldur bergtegunda, sem innihalda úraníum og tóríum, út frá hlutfallinu milli úraníums og tóríums annars vegar, en helíums og úraníumblýs hins vegar. Gildir um þetta einföld formúla: Pb U + 0.36 Th X 7600 = aldur bergtegundarinnar í miljónum ára. Að slíkum aldursákvörðunum hafa margir vísindamenn unnið síðustu áratugina, og eru raunar teknir að nota fleiri geislavirk efni er úraníum og tóríum. Af og til birtast í jarðfræðiritum töflur yfir kaflaskipti jarðsögunnar með nýjustu aldursákvörðun- um samkvæmt þessari aðferð. Stöðugt eru að finnast eldri og eldri bergtegundir, og þar með eru upp gefnar hærri tölur á aldri jarðar. Síðan ég hóf jarðfræðinám fyrir meira en tveim áratugum, hefur aldur jarðar samkvæmt kennslubókum aukizt um nær 100 milljónir ára að meðaltali ár hvert. Elzta berg, sem mér er nú kunnugt um, er gláflöguberg í Suður-Afríku og um 3000 milljón ára gamalt. Hér er ekki tími til að fara nákvæm- lega út í þetta tímatal, og skulu aðeins nokkrar tölur nefndar: Aldur jarðskorpunnar er nú áætlaður um 3.500 milljónir ára. Aldur lífs á jörðinni er a. m. k. 1.000 milljónir ára, en getur vel verið miklu meiri. Upphaf fornaldar var fyrir 500 milljónum ára. Miðöld, blómaöld skriðdýranna, byrjaði fyrir 190 milljónum ára, en lauk fyrir um 70 milljónum ára. Tertíera tímabilið, tímabil dulfrævinga og spendýra, hófst fyrir um 70 milljónum ára, en lauk fyrir tæpri milljón ára. Með því tímabili hefst jarðsaga íslands.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.