Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1954, Side 40

Andvari - 01.01.1954, Side 40
36 Sigurður Þórarinsson ANDVARI Sænski jarðfræðingurinn Gerard De Geer gat sér heimsfrægð um síðustu aldamót fyrir tímatal það, sem hann byggði á s.k. hvarfleir, sem myndaðist af framburði jökulvatna, er ísa síðasta jökulskeiðs leysti af Skandinavíu. De Geer var aðeins tvítugur að aldri, er ltann árið 1878 skýrði fyrstur manna myndun þessa hvarfleirs og sýndi fram á, að lagskipting hvarfleirsins orsakast af því, að jökulárnar báru fram grófara efni á sumrum, er þær voru vatnsmiklar, en á vetrum, og skiptast því á gróf lög og fín lög í seti ánna, cn hvarf samanstendur af einu grófu sumarlagi og einu fínu vetrarlagi, og myndast því eitt hvarf ár hvert. Á hverju ári lagðist eitt hvarf ofan á þau, er fyrir voru, og þar eð jökuljaðarinn færðist með hverju ári nokkra tugi metra norð- ur á við, nær hvert nýtt hvarf nokkra tugi metra norðar en það næsta fyrir neðan, svo að þau þekja landið líkt og hellur á hús- þaki. Upp úr aldamótunum, er De Geer var orðinn prófessor i Stokkhólmi, íramkvæmdi hann með hjálp lærisveina sinna það ótrúlega þrekvirki að telja þessi hvörf, allt frá Skáni norður í Norðursvíþjóð, og leiddi þannig í Ijós, að um 8 þúsund ár höfðu liðið frá því, er jökul tók að leysa af Skáni, þar til er síðustu leifar jökulskjaldarins klofnuðu í tvennt í Jamtalandi, svo að stöðu- vatn mikið, er stíflað var vestan jökulsins, hljóp fram í Indals- elfi og myndaði þar ])ykkt hvarf. Þetta hvarf kallaði De Geer O-hvarf og taldi ísöldina enda með rnyndun þess. Lærisveinn De Geers, Ragnar Lidén, veitti því eftirtekt, að hotnset nærlægr- ar stórár, Ángermanellu, er lagskipt allt til vorra daga, og tókst honum með dæmafáini elju að rekja sig aftur á bak í því seti nær 9.000 ár frá nútímanum, svo að De Geer gat tengt það hvarflagatal hvarflagatali sínu. Samkvæmt þessu tímatali reyndist O-hvarf De Geers, eða ísaldarlok, vera myndað 6.839 árum fyrir Krists fæðingu. Síðar hafa komið í ljós smáskekkjur á þessu tímatali, en segja má með sæmilegu öryggi, að ísaldarlok í skiln- ingi De Geers hafi orðið fyrir um 9.000 árum, að ísa hafi leyst af Stokkhólmssvæðinu fyrir 10.000 árum og tekið að leysa af Skáni fyrir um 18.000 árum. En De Geer lét sér ekki nægja
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.