Andvari - 01.01.1954, Qupperneq 42
38
Sigurður Þórarinsson
ANDVARI
sem varð jarðfræðiprófessor í Stolckhólmi eftir De Geer. Ég hefi
áður skýrt frá þessari aðferð í ræðu og riti og skal ekki fjölyrða
um hana hér. Hún byggist einfaldlega á því, að með því að
telja í jarðvegssýnishomi undir smásjá frjó þeirra trjáa og jurta,
sem frjóvgast með vindfrjóvgun, má fá góða hugmynd um gróður-
far á þeim tíma, er þetta jarðvegssýnishom myndaðist. I sýnis-
homi teknu í botni í mýri í Miðsvíþjóð, eru trjáfrjóin nær ein-
göngu birkifrjó og mest af þeim frjó fjalldrapa. Nokkm ofar í
mýrinni fer að bera á furufrjóum, enn ofar koma frjó ýmissa
hitakræfra lauftrjáa, og ennþá ofar koma grenifrjó. Með sam-
vinnu fornleifafræðinga og frógreiningarmanna hefur tekizt að
fá frarn tímatal, sem báðum kemur að gagni. Setjum svo, að í
mýri í Miðsvíþjóð finnist hlutur, sem fornfræðingur getur út
frá sínum fræðum sagt örugglega vera frá byrjun járnaldar. í
mold, sem situr á hlutnum, eru um 10% grenifrjóa. Á öðmm hlut,
sem fornfræðingar segja örugglega vera frá lokum bronzaldar,
eru engin grenifrjó. Þetta þýðir, að greni fer að klæða Svíþjóð
á mótum járnaldar og bronzaldar, urn 600 árum f. Kr. Enn finnst
í rnýri á þessum slóðum hlutur, sem fornleifafræðinga greinir
á um, hvort sé frá bronzöld eða járnöld. Moldin á honum er
frjógreind, og kemur þá í Ijós, að í henni eru nokkur grenifrjó.
Það með er úr því skorið, að hluturinn er yngri en frá bronzöld.
Með hjálp þeirra aðferða, er nú hafa verið nefndar, hefur tím-
anum, síðan jökla tók að leysa af Skandinavíu, verið skipt í eftir-
farandi tímabil:
Eldra dryas- eða holtasóleyjaskeið. Kalt loftslag, lýkur um
9.800 f. Kr.
Alleröd skeið. Tiltölulega hlýtt loftslag, frá 9.800—8.800 f. Kr.
Yngra dryas- eða holtasóleyjaskeið. Loftslag aftur mjög kalt.
Jöklar ganga fram að nýju og hlaða upp miklum jökul-
görðum, er ganga þvert yfir Fennóskandíu og kallast í
Finnlandi Salpausselká, í Svíþjóð miðsænsku jökulgarð-
arnir en við Oslófjörð í Noregi raene, raðirnar; þetta
skeið nær frá 8.800—8.000 f. Kr.