Andvari - 01.01.1954, Page 46
42
Sigurður Þórarinsson
ANDVAHI
á stofn við Yale háskólann í Bandaríkjunum rannsóknarstofa,
Geochronometric Laboratory, sem vinnur eingöngu að aldurs-
ákvörðunum með hinni nýju aðferð. Samtímis var skipuð ráð-
gjafamefnd sérfræðinga úr þeim fræðigreinum, sem helzt eiga
hér hlut að máli, svo sem fornleifafræðingum og kvarterjarðfræð-
ingum, til þess að velja úr þeim fjölda sýnishorna, sem berast að
víðs vegar úr heiminum, þau er telja má þýðingarmest að fá
ákvörðuð, því að hér er um svo tímafrekar ákvarðanir að ræða,
að ógjörningur er að rannsaka nema lítinn hluta þeirra sýnis-
horna, sem að berast. Nú munu vera komnar upp fleiri slíkar
rannsóknarstofur í Bandaríkjunum, og aðrar þjóðir em að koma
slíkum stofnunum á laggirnar. Er mér kunnugt um eina í Winni-
peg og eina í Kaupmannahöfn, og er sú síðarnefnda starfrækt í
sameiningu af dönsku jarðfræðirannsóknarstofnuninni, Danmarks
Geologiske Undersögelse, og danska þjóðminjasafninu. Svíar em
að hefja rekstur einnar slíkrar rannsóknarstofu í Stokkhólmi.
Hér er aðeins tími til að nefna fátt eitt af því, sem þegar
hefir áunnizt með þessari aðferð. Jarðfræðilega þýðingarmest er
það, að nú virðist hafa fengizt sönnun fyrir því, að skoðun De
Geers á því, að ísaldarlok hefðu verið samtímis í Ameríku og
Evrópu, sé rétt í meginatriðum. De Geer taldi, að kuldaskeið það
í Ameríku, er þar kallast Mankató, mótsvaraði yngra holtasóleyja-
skeiðinu í Skandínavíu, er miðsænsku jökulgarðarnir og raðirnar
í Noregi mynduðust, en amerískir fræðimenn töldu þetta Man-
katóskeið mörg þúsund árum eldra. En margendurteknar Car-
bon14 ákvarðanir sýna, að aldurinn er um 11.000 ár, sem kemur
heim við tímatal De Geers.
Hið fræga gígvatn Crater Lake í Oregon í Bandaríkjunum,
sem myndaðist við að risaeldfjallið Mount Mazama sprakk í
loft upp, reyndist vera urn 6.500 ára. Fjöldi steinaldarmenja
hefur verið ákvarðaður og m. a. hefur verið sýnt fram á, að frum-
stæð landhúnaðarverkfæri voru komin í notkun í Persíu fyrir
um 7.000 árum, en elzta hveitikorn, sem hefur verið aldurs-
ákvarðað, er 4.500 ára gamalt. Fyrir um tveimur árum varð mikið