Andvari - 01.01.1954, Qupperneq 49
ANDVAttl
Tímatal í jarðsögunni
45
stefnubreyting virðist hafa orðið einhvers staðar nærri mörkum
tertíers og jökultímans. Þorbjöm Sigurgeirsson, eðlisfræðingur,
hefur nú t’ekið upp kerfisbundnar rannsóknir á þessu fyrirbrigði,
ásamt prófessor Trausta Einarssyni, og skal ekki nánar rætt um
það bér. Ég mun ei heldur ræða jökultímann, því að þekking
okkar á jökulskeiðum og blýviðrisskeiðum hérlendis er enn mjög
í molum, en þess er að vænta, að hér hafi einnig gengið yfir þau
fjögur jökulskeið og þrjú hlýviðrisskeið, sem gengu yfir megin-
lönd Evrópu og Ameríku, og að jökla síðasta jökulskeiðs hafi
tekið að leysa fyrir urn 20.000 árum. Eru flestir jarðfræðingar
sammála um, að grágrýtið muni aðallega myndað á hlýviðrisskeið-
um, en móbergið aðallega undir jökli á jökulskeiðunum. Ég sný
mér því að nútímanum. Óvíða, ei nokkurs staðar, hefur gerzt
jafnmikið, jarðfræðilega séð, á þessum 10—20 þúsundum ára
en í voru landi. Óvíða er jarðfræðingum því meiri þörf áreiðan-
legs tímatals fyrir þetta tímabil.
íslandi er oft líkt við risavaxna jarðfræðilega rannsóknar-
stofu. Óvíða, ef nokkurs staðar, eru að verki á svo takmörkuðu
svæði svo mörg af þeim öflum, er móta ásjónu jarðarinnar, og
óvíða, ef nokkurs staðar, eru þau svo hraðvirk og óvíða er því
betra að rannsaka þeirra verk: vindsvörfun, vatnsrof, brimrof,
jökulrof, veðrun, landsig, misgengi, eldgos o. s. frv. Hér gerist
meira á einu ári en á þúsund árum víða annars staðar. En það
er tilfinnanleg vöntun í útbúnað rannsóknarstofu, ef þar vantar
tímamæli. Okkur nægir ekki lengur greind (kvalitatív) þekking
á starfi þeirra afla, er móta ásjónu lands vors. Sú þekking þarf
að vera mæld (kvantitatív). Okkur nægir ekki að vita, að Jökulsá
á Fjöllum hefur grafið stórfenglega þröng (canyon). Við viljum
einnig vita, hversu lengi hún var að því. Okkur nægir ekki að
vita, að Geysir í Haukadal hefur hlaðið upp mikla kísilkeilu.
Við viljum einnig vita, hvenær hann byrjaði að hlaða hana. Okk-
ur nægir ekki að vita, að landið er að blása upp. Við viljum
vita, hvenær uppblástur Iiófst, fór að færast í aukana og hve
hraðvirkur hann er. Fjöldamargt í okkar nútíma jarðsögu krefst