Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1954, Qupperneq 50

Andvari - 01.01.1954, Qupperneq 50
46 Sigurður Þórarinsson ANDVARI svars við spurningunni: hvenær? Hvenær reis láglendið úr sjó? Hvenær voru mýrarnar skógi vaxnar? Hvenær runnu Þjórsár- hraun? Hvenær byrjaði Hekla að gjósa? Hvenær hlupu fram hinir „háu hólar“ í Oxnadal? Hvenær Idóðust upp hinar frægu gígaþyrpingar við Mývatn? Ymislegt rná ráða um aldur myndana á þessu tímabili út frá erlendum hliðstæðum. Þess var áður getið, að eftir tiltölu- lega hlýtt þúsund ára tímabil, sem nefnist Alleröd, hafi, nær 9.000 árurn f. Kr., eða fyrir um 11.000 árum, komið kuldaskeið, yngra holtasóleyjaskeiðið, er stóð yfir um 800 ár, og hlóðust þá upp miklir jökulgarðar í Miðsvíþjóð, Suðurfinnlandi og Noregi sunnanverðum. Þess var og getið, að sannað væri nú, að sam- tímis hefði verið kuldaskeið í Norðurameríku, og er þess þá að vænta, að þess hafi einnig gætt hér. Eg tel fyrir mitt leyti næsta öruggt, að jökulgarðar þeir, er liggja yfir Reykjadal nyrðra, milli Breiðumýrar og Lauga, séu frá þessu skeiði, svo og jökulgarðar þeir, er liggja upp frá Reykjahlíð í Mývatnssveit, og einnig jökulgarðarnir á Jökuldal eystra, milli Forvaðsbrekku og Gils. Láglendi Islands hefur því verið orðið jökulvana að rnestu eða öllu á Allerödskeiði eða fyrir um 11.000—12.000 árum, og þar með hefst gróðursaga þessara svæða, er rekja má í mómýrunum. Eg geri og ráð fyrir því, að malarhjallar þeir, sem eru í 40—50 m hæð í dölum víða um land, t. d. melarnir upp af Sauðárkróki og Blönduósi og meðfram Hofsá í Vonafirði, svo að þrjú dærni séu nefnd, séu lrá áðurnefndu kuldaskeiði, fyrir 10—11 þúsund árum. Ég gat þess áður, að fram til síðustu ára hefði einkum verið beitt þremur aðferðum erlendis til aldursákvarðana á því tíma- hili, sem liðið er, síðan ísa síðasta jökulskeiðs tók að leysa. Þessar þrjár aðferðir eru: hvarfatal, trjáhringatal og frjógreining. Hér til koma aldursákvarðanir fornleifafræðinga á fornminjum, er í jörðu finnast. Allar þessar aðferðir eru meiri erfiðleikum bundn- ar hér en víðast annars staðar. Llm fornminjar er hér ekki að ræða, fyrr en menn koma til landsins. Trjáhringatal er af eðli-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.