Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1954, Page 51

Andvari - 01.01.1954, Page 51
ANDVARI Tímatal í jarðsögunni 47 legum ástæðum lítt framkvæmanlegt hér. Hvarfleir er víða að finna hér neðan við efstu sjávarmörk, en lítiÖ hefur verið gert að því að telja hvörf. Þó er þess að geta, að Svíinn Hakon Wadell, annar þeirra Svía, er endurfundu Grímsvötn 1919 og kölluðu Svíagíg, mældi það sumar fyrir prófessor De Geer, upp- hafsmann hvarfatímatalsins, fjögur hvarfleirssnið, tvö við Stóru- Laxá í Hreppum, nærri Sólheimum, og tvö við Valá, skammt norðvestur af Tindfjallajökli. Kona De Geers, Ebba Hult De Geer, tengdi snið þessi sænska hvarfatímatalinu, en samkvæmt þeirri firðtengingu eru Tindfjallahvörfin mynduð á árunum 974—1066 fyrir ísaldarlok sænska tímatalsins, eða fyrir urn 10.000 árum, en hvörfin við Stóru-Laxá eru frá árunurn 1093— 1147 fyrir ísaldarlok. Þarna vantaði því 26 hvörf á milli. Sumarið 1929 mældi Jóhannes Áskelsson nokkur hvarfasnið í Hreppum, bæði á sarna stað og Wadell og á nærlægum svæðum, bæði við Búðafoss og Bjarnartungugil. Hvarfatal hans spennir bæði yfir Tindfjalla- og Hreppahvörf Wadells, og reyndist tala hvarf- anna þar á milli vera 26, eins og Ebba De Geer hafði spáð. Styrkir þetta óneitanlega þá skoðun De Geers, að firðtengingar séu mögulegar, og er leitt, að ekki skyldi haldið áfrarn hvarfatali hér, þar sem svo vel var fariÖ af stað, en bæði er það, að um þetta leyti vom margir að verða mjög vantrúaðir á möguleika firðtenginga, og svo kemur það dl, sem fyrr var að vikið, að hvarfatal er hér bundið meiri erfiðleikum en víða annars staðar, og er það m. a. vegna eldgosa með jökulhlaupum, er valda tiufl- unum á hvarflagamyndun. Frjógreiningu hefur lítið verið beitt hér. Ég gerði á náms- árum mínum frjógreiningu á sniði gegnum mýri við Akureyri, sem ég þó aldrei birti, og í Þjórsárdal notaði ég þessa aðferð til að sýna fram á kornrækt í dalnum til foma, og kom þá einnig í ljós, að auðvelt var að finna með frjógreiningu sjálf landnámsmörkin í jarðvegi nálægt bæjum. Er það vegna þess, að með tilkomu mannsins og húsdýra hans breytist gróöurinn skyndilega, birkifrjóum fækkar stórlega, en grasafrjóum fjölgar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.