Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1954, Side 52

Andvari - 01.01.1954, Side 52
48 Sigurður Þórarinsson ANDVARI að sama skapi, þegar skógum er eytt hið næsta bæjunum. Ekki er vaii á því, að með frjógreiningu má fá stórmerkar upplýsingar um gróðursögu landsins og ekki sízt um það, hvílíkar breytingar verða á gróðurfarinu við landnámið. En sem tímatalsaðferð er hún bundin meiri erfiðleikum hér en erlendis, og veldur bæði trjátegundafæð landsins og skortur á fornleifum, sem hægt er að frjógreina til samanburðar. Það torveldar og mjög frjógrein- ingu hér, að svo mikið er hér í mýrajarðlögum af foksandi og eldfjallaösku. En móðir náttúra er réttlát. Þau sömu eldfjöll, sem torvelda hér með gosum sínum aldursákvarðanir með hvarfa- tali og frjógreiningu, hafa með sömu gosum lagt grundvöll að öðru tímatali, sem kalla má öskutímatal, á vísindamáli tefrókrónó- lógíu, af gríska orðinu tefra, sem Aristóteles notar um eldfjalla- ösku í riti sínu Meteorologica, elzta evrópska vísindaritinu, er getur eldgosa. Telja má, að á íslandi verði eldgos að meðaltali um það bil fimmta hvert ár. Síðan jarðvegur tók að myndast á láglendi hefur því að líkindum gosið um 2.000 sinnum. í flestum gos- um er einhver öskumyndun, en þó gætir öskufalls mjög lítið í sumum þeirra, en í öðrum berst askan víðs vegar, stundum yfir mikinn hluta landsins. Hvert slíkt öskufall er eins konar tímamerki í jarðveginum, nákvæmlega jafngamalt, hvar sem það er að finna á landinu. Sé hægt að aldursákvarða öskulag í einu jarðvegssniði, er urn leið fengin aldursákvörðun á öllum þeim jarðvegssniðum, þar sem þetta lag er að finna. Ég ætla hér ekki að rekja sögu öskulagarannsókna þeirra, er við Hákon Bjarnason hófum sem hjáverkastarf fyrir réttum tveim- ur áratugum og ég hef síðan haldið áfram meira kerfisbundið hin síðustu árin, en víkja nokkuð að árangri þeim, sem náðst hefur, þótt skammt sé enn á veg komið. Hérlendis er aðallega um tvenns konar öskulög að ræða: Svört basaltöskulög og hvít, gráhvít eða gulhvít Jíparítöskulög. Llndantekning eru sum Eleklulög, sem eru hrún eða gulbrún á lit. Viðfangsefni öskulagarannsóknanna er það að aðgreina og skilgreina hin einstöku öskulög í jarðvegs-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.