Andvari - 01.01.1954, Side 52
48
Sigurður Þórarinsson
ANDVARI
að sama skapi, þegar skógum er eytt hið næsta bæjunum. Ekki
er vaii á því, að með frjógreiningu má fá stórmerkar upplýsingar
um gróðursögu landsins og ekki sízt um það, hvílíkar breytingar
verða á gróðurfarinu við landnámið. En sem tímatalsaðferð er
hún bundin meiri erfiðleikum hér en erlendis, og veldur bæði
trjátegundafæð landsins og skortur á fornleifum, sem hægt er
að frjógreina til samanburðar. Það torveldar og mjög frjógrein-
ingu hér, að svo mikið er hér í mýrajarðlögum af foksandi og
eldfjallaösku. En móðir náttúra er réttlát. Þau sömu eldfjöll,
sem torvelda hér með gosum sínum aldursákvarðanir með hvarfa-
tali og frjógreiningu, hafa með sömu gosum lagt grundvöll að
öðru tímatali, sem kalla má öskutímatal, á vísindamáli tefrókrónó-
lógíu, af gríska orðinu tefra, sem Aristóteles notar um eldfjalla-
ösku í riti sínu Meteorologica, elzta evrópska vísindaritinu, er
getur eldgosa.
Telja má, að á íslandi verði eldgos að meðaltali um það bil
fimmta hvert ár. Síðan jarðvegur tók að myndast á láglendi
hefur því að líkindum gosið um 2.000 sinnum. í flestum gos-
um er einhver öskumyndun, en þó gætir öskufalls mjög lítið í
sumum þeirra, en í öðrum berst askan víðs vegar, stundum
yfir mikinn hluta landsins. Hvert slíkt öskufall er eins konar
tímamerki í jarðveginum, nákvæmlega jafngamalt, hvar sem það
er að finna á landinu. Sé hægt að aldursákvarða öskulag í einu
jarðvegssniði, er urn leið fengin aldursákvörðun á öllum þeim
jarðvegssniðum, þar sem þetta lag er að finna.
Ég ætla hér ekki að rekja sögu öskulagarannsókna þeirra, er
við Hákon Bjarnason hófum sem hjáverkastarf fyrir réttum tveim-
ur áratugum og ég hef síðan haldið áfram meira kerfisbundið hin
síðustu árin, en víkja nokkuð að árangri þeim, sem náðst hefur,
þótt skammt sé enn á veg komið. Hérlendis er aðallega um tvenns
konar öskulög að ræða: Svört basaltöskulög og hvít, gráhvít eða
gulhvít Jíparítöskulög. Llndantekning eru sum Eleklulög, sem
eru hrún eða gulbrún á lit. Viðfangsefni öskulagarannsóknanna
er það að aðgreina og skilgreina hin einstöku öskulög í jarðvegs-