Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1954, Side 56

Andvari - 01.01.1954, Side 56
52 Sigurður Þórarinsson ANDVARI Auk þessara ljósu laga veit ég um tvö á Snæfellsnesi. Úr vikri annars þeirra er mest af vikursteypu landsins. Bæði eru þessi lög frá Snæfellsjökli og bæði forsöguleg, og þó ekki rnjög gömul, en nánar verður ekki ákveðið um aldur þeirra að sinni. I Skaftafellssýslum er og ljóst lag djúpt í jarðvegi og vafalítið frá Oræfajökli. Eru þá talin 11 ljós lög, þar af þrjú aldursákvörðuð af sögu- legum heimildum, þrjú forsöguleg, sem ég tel aldursákvörðuð svo, að ekki skakki nema nokkrum hundruðum ára, en meiri óvissa enn um aldur hinna. Öll eru þessi lög, nema Öskjuaskan 1875, upprunnin á Suðurlandi. Sex af þeim sunnlenzku er einnig að finna í jarðvegssniðum norðanlands, en hvergi hef ég fundið þau öll í sama jarðvegssniði néma syðst í Bárðardal og í Suðurár- botnum. Auk.þess hef ég fundið köggla af líparítvikri við Kröflu og upp af Skógurn undir Eyjafjöllum, en veit ekki enn neitt um útbreiðslu eða aldur þess vikurs. Það er augljóst mál, hvílíka þýðingu það hefur, er rekja skal jarðsögu landsins eftir lok jökultíma, að vita aldur ofannefndra öskulaga og fleiri, og vita hann sem nákvæmast. Og nú kemur Carbon14 aðferðin, sú er ég áður hef að nokkru lýst, eins og af himnum send, og það er hún raunar í bókstaflegri merkingu. Með því að tvinna þá aðferð öskulagatímatalinu skapast skil- yrði til tímatals í íslenzkri jarðsögu, hetri en í flestum, ef ekki öhum, öðrum löndum, því að vart mun í nokkru öðru landi fara saman svo mörg eldgos og svo hröð jarðvegsmyndun, en hröð jarðvegsmyndun er skilyrði fyrir því, að hægt sé að aðgreina í jarðvegssniðum öskulög, er falla með stuttu millibili. Með Carbon14 aðferðinni er hægt að ákvarða aldur á öskulagi, t. d. með því að taka sýnishorn af mó í mómýri hið næsta laginu, og er þá um leið fengin Carbon14 aldursákvörðun í öllum þeim jarðvegi í landinu, þar sem þetta öskulag er að finna. Fyrstu sýnishorn til Carbon14 ákvörðunar voru send héðan sumarið 1950. Hollenzki jarðfræðingurinn Hospers, sá er fyrr var getið, sendi til Bandaríkjanna sýnishorn af mó, sem er hið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.