Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1954, Síða 63

Andvari - 01.01.1954, Síða 63
andvari Herútboð á íslandi og landvamir íslendinga 59 bardaganum 80 enskir menn, en ekki greinir hve margir Islend- inga féllu. Sú sögn er færð í letur í Vopnadómi 150 árum síðar, að hinir ensku menn hafi ætlað að herja á Hólastað, en senni- lega er hér blandað málum. En hitt er öruggt, að Skagfirðing- arnir báru sigur af hólmi í viðureigninni, en þeir hinna sigruðu manna, sem lífs komust úr bardaganum, leituðu heim til Hóla og komust þar í kirkju. Þá var biskup á Hólum Jón Vilhjálms- son Craxton, sænskur maður, en þó sagður enskur af sumum. í griðabréfi hans fyrir ránsmennina, sem hann lét lesa á Valla- laugarþingi, kemur það í ljós, að íslenzkir menn hafa ekki aðeins hlotið skaða og mein af Englendingunum heldur og af mönnum biskups, sem veitt hafa þeirn lið. En með biskupi og ránsmönn- um samdist þannig, að biskup tók þá í sátt við kirkjuna gegn því, að þeir seldu biskupi og kirkjunni helming skips síns með rá og reiða og öllu lausagózi, en gæfu kirkjunni til eignar hinn helminginn. Fyrirbauð biskup „öllum mönnum dóma eður úr- skurði nefna eður ganga yfir þessum mönnum, skipi, eður gózi, undir fullt forboð og bannspínu, lýsandi garðinn Hóla undir grið og frið, sitt fólk og eign eftir guðs lögum og manna“ (Skarðs- árannáll). Ennfremur lýsti biskupinn því, ef hirðstjóri og lög- rnaður kynni að telja sig vegna konungdómsins hafa einhverja kæru fram að bera á hendur Englendingunum, væri þeim á næsta vori til reiðu víst far með sér og þeirn á þessu sama hafskipi á fund konungs og ríkisráðsins, en allan kostnað yrðu þeir þó sjálfir að greiða. Þannig lék þessi biskup sér að því að storka yfirvöldum landsins og sjálfu konungsvaldinu og auðga sjálfan sig á þess kostnað og almennings, sem bar hita og þunga dagsins. Sennilega hefur hér verið á ferð reglulegt sjóræningjaskip og hafa ránsmennirnir að líkindum vitað áður en þeir gengu á land, að biskupinn á Hólum inundi þægilegur viðskiptis ef í hart færi milli þeirra og landsmanna. Eflaust hafa þeir ekki búizt við, að þeir fengi jafnheitar viðtökur hjá landsmönnuin, sem raun varð á. En þær sýna ljóslega, að almenningur hefur á þessum tíma haft allmikil vopn undir höndum. Kemur það og vel heirn við
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.