Andvari - 01.01.1954, Page 65
ANDVARI
Herútboð á íslandi og landvarnir íslendinga
61
einkaleyfishafarnir fluttu alls engar vörur á einkaleyfishafnirnar
en öðrum þó stranglega bannað að sigla þangað til verzlunar á
sama tíma. Næg dæmi um þetta eru til frá þessum árum, t. d. í
Alþingisbókunum árin 1574 og 1576. Fátt er sennilegra en það,
að landsmenn hafi stundum er svona stóð á neytt vopna sinna
til verndar sér gegn þjónum einkaleyfishafanna til að afla sér
nauÖsynja hjá útlendum kaupmönnum, sem ráku verzlun leyfis-
laust. Bæði kóngi og leyfishöfum hefur verið það hagsmunamál
að afvopna landsmenn. Og hér má bæta því við, að á Alþingi
1576 var ríkjandi annar andi en að brjóta vopn og verjur lands-
manna. Þá var ráðgast um marga þarflega hluti, þar á meðal
,-,um hversu landið mætti haldast í sínu frelsi við góðan rétt
og landslög með innbyggjaranna nytsemi á móti ágangi og nýj-
ungum óráðvandra manna, að lögin og landið taki ekki framar
skaða, heldur í sínu fornu formi og skikkan einatt meir og meir
niætti inn aftur sett verða“ (Alþb. I. 319).
Vegna þess sem nú var sagt verður að geta þess hér, að í
hinni einu heilu afskrift sem til er af Vopnadómi Magnúsar
prúða, dæmdum 1581, segir, að vopn hafi verið bönnuð, brotin
og öll afdæmd „af nokkrum óforsóttum vorum sýslumönnum
og fóvetum nú fyrir fimm árum“. I Skarðsárannál hljóðar Irins-
vegar hin tilvitnaða setning þannig: „af nokkmm óforsóttum
sýslumönnum og fóvetum fyrir fám árum“. Af orÖinu „fimm“ í
dómsafskriftinni, sem kvað vera frá c. 1640, hefur verið dregin
sú ályktun, að árið 1576 hafi gengið dómur sá sem afnam vopna-
burð íslendinga. Enginn slíkur dórnur þekkist nú. Sennilega
hefur afritari Vopnadómsins mislesið fmmritið, ef hann hefur
haft það fyrir sér, en það er nú ekki til, eða misritað fimm í
stað „fám“, sem Björn á Skarðsá hefur á þessum stað. Telja má
víst, að Bjöm hafi skrifað hið ýtarlega ágrip sitt af Vopnadómi
eftir fmmriti eða öruggri afskrift. Benda má á það, að bersýni-
legar villur eru í heilu afskriftinni, sem leiÖrétta má eftir ágrip-
lr>u í Skarðsárannál, sem ritaður er heldur fyrr en síðar en dóms-
úfritið. Orð Vopnadóms sýna reyndar beinlínis, að þar er ekki