Andvari - 01.01.1954, Qupperneq 67
ANDVARI
Herútboð á íslandi og landvarnir íslendinga
63
unum svo lengi sem von var á auknu lausnargjaldi. Eggert héldu
þeir með þessum hætti á skipi sínu í 4 vikur og slepptu honurn
þá fyrir milligöngu skipherra frá Stade í Holstein, er þeir sann-
færðust um, að meira lausnargjalds væri ekki unnt að afla en
komið var. Gekk skipherrann í ábyrgð fyrir greiðslu 300 ríxdala
utanlands í Vlissingen í Hollandi, auk þess lausnargjalds sem
ræningjaforingjanum, sem nefndist William Smidt, var afhent
hér. Forusta fálkafangarans Jóns Falck hefur líklega verið fólgin
í því að vísa ræningjunum heim að Bæ á Rauðasandi. Að lok-
um hótaði ræningjaforinginn Eggert því, ef hann kærði þetta
fyrir konungi, „skyldu þeir annað ár afturkoma og oss miklu
verr enn nú plága og útleika“.
Það er tvímælalaust skýrsla Eggerts Hannessonar um íram-
ferði ræningjanna á Vestfjörðum í þetta sinn og hótun þeirra
að koma aftur, sem og lýsing hans á algeru varnarleysi lands-
ins, sem orkað hefur því, að Friörik konungur annar sendi árið
1579 ókeypis í hverja sýslu landsins 6 byssur og 8 spjót. Eggert
kom aftur úr þessari för, en hafði stutta viðdvöl heima, því að
hann fór alfarinn héðan til Hamborgar árið 1580. Fluttist þá
að Bæ á Rauðasandi Magnús prúði Jónsson, sem átti Ragnheiði
dóttur Eggerts, en þau bjuggu í Ogri þegar ræningjarnir komu
1578.
Magnús prúði — „bezti íslendingurinn á sinni tíÖ“ — hafði
á árunum 1564—1565 kveðið harmþrungin ljóð yfir hag ætt-
jarðar sinnar eins og honum þá var komiö vegna fjárkúgunar,
ólaga og réttarspjalla konungsvaldsins næstliðna áratugi. Hann
brýndi hvem þann, er hafi „mátt og magn“, að vinna föðurlandi
smu gagn, svo að það mætti „uppreisn" fá.
„Hjálpi !hver, sem hjá'lpa kann
og ‘hjartaprýði þar til ber,
líf og góz að leggi ét hann,
svo ilaga og rébtar njótum ver“.