Andvari - 01.01.1954, Side 71
andvari
Herútboð á íslandi og landvamir íslendinga
67
II.
Danakonungar fóru ekki að dærni hins norska forvera síns á
13. öld að krefjast herútboðs af íslandi þegar stríðshætta vofði
yfir eða stríð var í gangi. Herþjónustuskylda íslendinga erlendis
kom því vart til umræðu hér allt til loka einveldisins í Dan-
mörku. En framlags til stríðsreksturs var stundum krafizt af Is-
lendingum með aukasköttun. Eftir afnám einveldisins varð þess
aftur skammt að bíða, að danskir ráðamenn orðuðu það, að ís-
lendingar ættu eins og aðrir þegnar konungsins að leggja til menn
hl herþjónustu fyrir ríkið. Var fyrst kveðið upp úr um þetta
1851, er lagt var fyrir Þjóðfundinn í Reykjavík konunglegt „frum-
varp til laga um stöðu íslands í fyrirkomulagi ríkisins og um
ríkisþingskosningar á íslandi", því að í 1. gr. frumvarps þessa var
kveðið svo á, að grundvallarlög Danmerkurríkis frá 5. júní 1849
skuli vera gild á Islandi, en 95. gr. þeirra hljóðaði þannig: „En-
hver vciabenför Mand er forpligtet til med sin Person at hidrage
til Fædrelandets Forsvar, efter de nærmere Bestemmelser som
Foven foreskriver". „Fædrelandet" var sama og danska konungs-
tíkið og ríkisþingið setti nánari fyrirmæli um landvarnirnar. En
1 9. gr. frumvarpsins var því heitið, að Alþingi skyldi með lögum
veitt vald um æðri stjórn innanlandsmála íslands „líkt því sem
kann að verða ákveðið um æðri sveitarstjóm í Danmörku". Um
útboð og herskyldu íslendinga í framtíðinni átti Alþingi því að
sjálfsögðu ekkert atkvæði að liafa. Þessi áforrn stjórnarinnar „um
stöðu íslands í fyrirkomulagi ríkisins*' fóru í þetta sinn út um
þúfur, eins og kunnugt er, og skal það mál ekki rakið hér.
Er einveldinu lauk í Danmörku tók ríkisþingið þar til sín
forræði fjármála íslands. Margir þingmenn kvörtuðu þó jafnan
yíir því, að þingið gæti ekki, sökum þekkingarskorts á íslenzkum
ttrálum og þörfum og ástandi landsins, farið með þessi mál. Sam-
Wmt greinargerð stjórnarinnar um tekjur og gjöld fslands, sem
lögð var fyrir ríkisþingið, var þetta land þungur ómagi á ríkis-
sjóðnum, og þessi ómagaframfærzla þyngdist með hverju ári.
undirhúning fjárlaganna fyrir fjárhagsárið 1856—57 kvað