Andvari - 01.01.1954, Qupperneq 76
72
Bjöm Þórðarson
ANDVARI
bil víst, að málið, eins og nú er tímum farið, verður notað eins
og æsingameðal. Samt sem áður held ég, þótt skortur sé á verka-
mönnum, að mönnum mundi, að minnsta kosti hér í norður-
landi, ekki nú sem stendur vera mjög á móti skapi, þótt íslend-
ingar væri í herþjónustu á skipaflota Dana. Hann endar svo
mál sitt með því að skjóta því fram, hvort ekki væri reynandi
að skora á landsmenn að gefa sig fram af frjálsum vilja til her-
þjónustu á flotanum, svo framarlega sem stjómin afræður af
öðrum ástæðum að gera út gufuskip, sem liggi við ísland (Alþt.
1857, hls. 585-589).
Amtmaðurinn í vesturamtinu, Páll Melsted, sem var kon-
ungsfulltrúi á þinginu 1857, lýsir umsögn sinni til stjórnarinnar
um útboðsmálið á þessa leið: „Ég taldi í þessu álitsskjali öll hin
sömu tormerki og vandkvæði á því að leggja útboðsskyldu þessa
á landið, sem hinir amtmennirnir hafa gjört. Ég sýndi fram á,
hvað það yrði kostnaðarsamt fyrir Danmörku, og umsvifa- og
kostnaðarmikið fyrir ísland, að bjóða mönnum út til herflotans
héðan, og hvað það á hina hliðina yrði tilfinnanlegt fyrir landið
að missa af þeim litlu vinnukröftum sem það hefur, en árangurs-
lítið á hinn hóginn fyrir Dani að fá héðan aðeins fáa menn með
ærnum kostnaði og umsvifum. Samt sem áður vildi ég ekki ráða
frá því með öllu, ef stjórninni þætti það tilvinnanda, því að ég
metti mikils allt það, sem styrkt gæti sambandið milli Danmerk-
ur og íslands" (Alþt. 1857, bls. 591).
Þessar umsagnir, er hér hafa verið greindar, hafði stjórnin
fyrir sér, er hún ákvað að beina útboðsmálinu til Alþingis. Viku
eftir þingsetningu 1857 tilkynnir konungsfulltrúi, að konungur
hafi úrskurðað 27. maí s. á., að fulltrúi hans skyldi kveðja þingið
til að taka til íhugunar og segja álit sitt um, hversu Alþingi fyrst
um sinn, þangað til fjárhagsfyrirkomulag íslands er komið í
kring, geti gefizt kostur á að segja álit sitt um tekju- og útgjalda-
áætlun íslands, annaðhvort eitt sinn fyrir öll, eða á vissum tima-
bilum, á líkan hátt og nýlenduráðið í Vesturindíum hefur með
tilliti til fjárhagsáætlana þar; sömuleiðis skuli Aljúngi „segja álit