Andvari - 01.01.1954, Qupperneq 77
ANDVARI
Herútboð á íslandi og landvamir íslendinga
73
sitt um spurninguna viðvíkjandi hluttekningu íslands í útboði
til herflota konungs, og sömuleiðis um það, hvemig koma skuli
á slíkri tilhögun, ef þingið fellst á útboðið".
í þessu konunglega álitsmáli, sem hér var lagt fyrir þingið í
sambandi við útboðið, var ekki ætlast til þess að Alþingi fái
ályktunarvald um fjárhagsáætlunina, eins og orðað hafði verið
á ríkisþinginu, heldur aðeins nokkurskonar ráðgjafaratkvæði. í
málið var kosin nefnd fimm manna, og urðu þessir fyrir valinu:
Jón Guðmundsson, Vilhjálmur Finsen, Eiríkur Kúld, Guðmund-
ur Brandsson og Magnús Andrésson. Nefndin fékk í hendur
áðurnefnd álitsskjöl amtmannanna.
Hér verður aðeins skýrt frá þeim hluta nefndarálitsins, sem
laut að úthoðinu. Skal þess fyrst getið, sem vænta mátti, að álitið
er að flestu leyti á sömu lund og álit meiri hluta nefndarinnar,
sem stiftamtmaður hafði skipað árið áður, þar sem tveir nefndar-
manna voru hinir sömu nú og þá. Eru fyrst taldir upp sömu
vankantar og agnúar á útboðinu og hið fyrra sinn. Sýnt frarn á
niikinn kostnað ríkissjóðs við flutning útboðsmanna, og hina
mörgu erfiðleika, óhagræði og vinnutjón fyrir Island, sem út-
boðið hlyti að hafa í för með sér. Skýrir nefndin þetta allná-
kvæmlega. Hún segir, að útboðsþingin hljóti að vera hið fæsta
eitt í hverri sýslu, og þótt staðurinn væri valinn sem haganlegast,
ættu útboðsmenn þangað að sækja eina til fimm dagleiðir ríð-
andi, og mætti eigi reikna kostnaðinn minni dag hvem en einn
rd., auk vinnu- og bjargræðismissis á hezta tíma ársins. Eigi væri
hægt að bæta úr þessu með útboðsþingi í hverjum hreppi, því
að þá gæti læknir ekki komið til staðar, en á þessum tíma vom
8 læknar alls í landinu. Annars geti læknafæðin hæglega orðið
til þess á sóttarárum, að fresta þyrfti útboðsþingi eftir að hinir
útboðsskyldu væru komnir á staðinn, og gæti vandræði af því
hlotizt. Þá risi spurning um, hver ætti að endurgreiða þann kostn-
að, ef þeir útboðsskyldu ættu ekki að bera þá byrði. Því næst
segir nefndin: Þrátt fyrir þessi vandkvæði og óhagræði fyrir
land vort við bvrði þá, sem hér er spuming um að leggja á íbúa