Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1954, Side 80

Andvari - 01.01.1954, Side 80
76 Björn Þórðarson ANDVARl þykkir tillögu nefndarinnar um fjármálin, en um útboðið varð annað uppi. Um þenna lið tillögunnar urðu miklar umræður, sem að mörgu leyti eru fróðlegar, en verða þó ekki raktar hér sökum takmarkaðs rúms Andvara. Allir ræðumenn utan nefndarinnar voru á einu máli um að fella bæri tillöguna og leiddu að því mörg rök, auk þeirra sem nefndin sjálf hafði bent á, að mælti gegn útboðinu. Af hálfu þjóðkjörinna þingmanna var lögð áherzla á það, hve óeðlilegt og fráleitt það væri af hálfu stjórnarinnar og ríkisþingsins að setja útboðið að skilyrði fyrir rétti Islendinga til að ráða fjármálum sínum sjálfir, og með því að samþykkja út- boðsskyldu bindi þingið landið beinlínis til að taka einnig þátt í öllum gjöldum til almennra þarfa ríkisins. Konungkjörnu þing- mennimir, Pétur biskup og Þórður Jónasson, töldu útboð óráð- legt og vanhugsað, því að þessir fáu íslenzku menn væm alltof dým verði keyptir fyrir ríkissjóðinn, og þar við bættist, að þegar mennimir væm komnir aftur heim til íslands, væri ekki unnt fyrir stjómina að taka til þeirra til vamar, er á þeim þyrfti að halda, sökum fjarlægðar landsins. Ásgeir Einarsson lét svo um- mælt meðal annars, að fyrst ríkisþinginu væri svo einkar annt um að kenna íslendingum sjómennsku, leyfði hann sér að benda því og stjórninni á, að rétta leiðin í því efni væri að taka sjó- mannaskólann á ísafirði á náðararma sína og styrkja hann. ís- lendingum bæri fyrst að koma sér upp þilskipum til fiskveiða, síðan kaupförum og síðast herskipum, og þá fyrst væri tilefni til að senda menn héðan á herflota Dana, svo að þeir gæti kennt á vorurn eigin herskipum. Páll Sigurðsson í Árkvörn leit á málið á sama veg, að stjórnin yrði að gefa hinum útboðuðu Islending- um færi á að komast í yfirmannaskóla, svo að hver útboðaður gæti gert sér von um að standa undir yfirmanni, sem væri landi þeirra. Fyrr yrðu íslendingar ekki fúsir á að ganga undir útboð. Framsögumaður nefndarinnar, Vilhjálmur Finsen, hélt aðallega uppi vörnum fyrir tillögu nefndarinnar, en aðrir nefndarmenn tóku einnig til máls. Llndir lok umræðnanna hélt forseti þings-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.