Andvari - 01.01.1954, Side 85
ANDVARI
Herútboð á íslandi og landvarnir íslendinga
81
ákveða hvernig varnarskyklunni skyldi haga. Niðurstaða þings-
ins varð sú, að á eftir orðinu „lagaboði" var viðbætt: „er Alþingi
samþykkir", og í álitsskjah til konungs um frv. er gerð skýr grein
fyrir þessu (Alþt. 1869, I. 728-730, II. 383).
Stjórninni geðjaðist ekki að breytingum þeim, sem Alþingi
gerði á frumvörpum þessum og voru þau úr sögunni. Seint á ár-
inu 1870 flutti stjómin á ríkisþinginu frv. til laga urn stjórnlega
stöðu Islands í ríkinu, sem þingið samþykkti og konungur stað-
festi 2. jan. 1871. í þessum lögum, sem hér á landi gengu al-
mennt undir nafninu stöðulög, var hvergi minnzt á útboð eða
varnarskyldu íslendinga. Sumarið 1871 lagði stjómin fyrir Al-
þingi frv. til stjórnarskrár um sérmál íslands eins og þau vom
ákveðin í stöðulögunum. Þar hljóðaði 58. gr. á sömu lund og
61. gr. frvs. 1869, nema „landsins" var sett í stað „ríkisins".
Þessi orðabreyting var vissulega gerð til þess að geðjast Alþingi.
En meiri hluti þingsins vildi taka af öll tvímæli í væntanlegri
stjómarskrá um það, að herskylda íslendinga næði ekki út fyrir
ísland og setti í greinina um vamarskylduna „ísland" í stað
„landsins“. Þessi varkárni hefur sennilega átt rætur að rekja til
þess, að í unrræðum um stjórnskipunarmál í Danmörku, sérstak-
lega er rætt var um mál hertogadæmanna, var alla jafna talað urn
„Landsdelene", og svo vildi til, að dómsmálaráðgjafinn hafði ný-
lega í ræðu um sérstöðu íslands talað um „hele Landet", sem
ekki gat þýtt annað en konungsríkið.
Stjómarskrárfm. Alþingis 1871 stytti stjómin aldur, en í
frv. sem Alþingi samþykkti 1873, var orðið „fósturjarðarinnar“
sett í greinina um varnarskylduna. Þessum orðavafningi lauk
með orðinu „landsins" í 57. gr. stjkr. frá 5. janúar 1874.
IV.
í stjórnmálatogi íslendinga við Dani næstu áratugina var
ekkert rætt um ákvæði 57. gr. stjskr., enda gafst ekki tilefni til
þess fyrr en 1908, ér dansk-íslenzka sambandslaganefndin frá
1907 tók til starfa. A þessum tíma var herskaparandi ekki ríkj-
6