Andvari - 01.01.1954, Page 98
94
Bjöm Þórðarson
ANDVARI
skrár lýðveldisins íslands, en rétt er að bæta því við, að þetta
er hið eina ákvæði stjórnarskrár vorrar, er þar hefur staðiÖ alla
tíð frá 1874, er aldrei hefur verið breytt. Það hefur lifað af allar
breytingar á stjórnarskránni og verið flutt frá einni stjórnarskrá
til annarrar og fengið að sofa. Því að vissulega sefur það en er
ekki dáið vegna notkunarleysis. Ekkert ákvæði stjórnarskrár deyr
meðan það stendur þar. Það eru góðar og gildar ástæður til, að
ákvæðinu lielur aldrei veriÖ heitt, og hefur það að nokkru verið
skýrt áður. íslendingar gerðu ráð fyrir að lifa utan styrjaldar-
vettvangs í heimi friðarins og halda áfram að vera vopnlaus
þjóð. Vopnleysið, þessi sérstaða lslendinga meðal þjóðanna, er
viðurkennt með átakanlegri tillitssemi í varnarsamningnum frá
5. maí 1951. í 5. gr. samningsins er tekið sérstaklega fram, að
Bandaríkin skuli við framkvæmd skyldna sinna hér í landinu
ávallt hafa það í huga, að íslendingar „hafa ekki öldum saman
vanizt vopnaburði".
Þótt Islendingar hafi ekki við inngöngu í vamarbandalag
Vesturveldanna tekið á sig neinar skyldur um framlag manna til
varnar landi sínu, gildir 75. gr. stjskr. jafnt eftir sem áður. OIlu
fremur rnætti líta svo á, að þessi nýja staða landsins í samfélagi
þjóðanna legði íslenzku þjóðinni á herðar ríkari siðferðislegar
skyldur um að verja land sitt og varpa ekki öllum áhyggjum
sínum í því efni á aðra. Þá mun og engum lslendingi geta komið
það til hugar, að nefnt ákvæði hafi glatað gildi með varnarsamn-
ingnum við Bandaríkin. Þvert á móti munu allir íslendingar á
einu máli um það, að hvorki Bandaríkin né nokkurt annað veldi
getur létt af oss skyldunni að verja land vort eftir megni og á
þann veg, sem farsælastur verður talinn á hverjum tíma fyrir
þjóðina.
Það á ekki illa við í þessu samhandi að minna á ununæli
eins merkasta dagblaðs heimsins 11. október 1941, eða rúm-
um þremur mánuðum eftir að hervemdarsamningurinn fyrri var
gerður við Bandaríkin. Ummælin þýdd á íslenzka tungu voru
þannig: „Hið hernaðarlega mikilvægi íslands í nútíma styrjöld