Andvari - 01.01.1954, Síða 99
andvari Herútboð á íslandi og landvamir íslendinga 95
hefur sýnt sig að fullu og landið hefur — góðu heilli — komizt
réttu megin inn í stjórnmál heimsins. En hvort þetta leiðir til
þess, að hin þjóðlega menning landsins deyr smám saman út
eða ekki, mun seinni tíminn leiða í ljós“. Þessi ummæli eiga
ekki síður við nú en 1941. Þau em sígild sannindi, sögð í i'ullri
vinsemd til þjóðar vorrar, látlaust og hreinskilnislega. Þau lýsa
glöggum skilningi vinsamlegrar stórþjóðar á því, hver hætta er
búin eigin menningu og sjálfstæði smáþjóðar í sambýli við
voldugan verndara, þótt vinur sé.
Landvamamál íslands horfa öðruvísi við nú en var á dögurn
Magnúsar prúða og á 19. öld, er Jón Sigurðsson og samtíma-
menn hans ræddu þau mál. En þótt svo sé, fer ekki hjá því, að
oss sé hollt að kynnast því, hvernig þessir menn litu á land-
varnarskyldur þjóðar sinnar, þegar vér tökum að íhuga, hvernig
vér eigum nú að snúast við þessum vanda. Nú og framvegis
mælumst vér vart einir við um landvamir íslands. Landið er
komið „inn í stjómmál heimsins“. Verkefni vort nú á tímum
er ekki að verja það gegn einstökum reyfurum og ránsvíkingum
á gamla vísu, en viðfangsefnið er, hvemig vér helzt megnum
að vernda þjóðlega tilveru vora og halda uppi sæmd þjóðarinnar
í hinum hervædda heimi. í því efni virðist hljóta að koma lil
greina sama spurning og fyrrum, hvort vér einir allra þjóða get-
um alveg komizt hjá persónulegri landvarnarskyldu í merkingu
75. gr. stjskr. og hverja þýðingu framkvæmd hennar gæti haft
eftir núverandi aðstöðu landsins í samfélagi þjóðanna og ein-
göngu með eigin hagsmuni vora fyrir augum. Því að þegar tímar
líða, kann það að koma á daginn, að ameríska varnarhernum hér
í landinu verði það ofraun að liafa það ávallt í huga, að íslend-
ingar hafa ekki um aldir vanizt vopnaburði, svo jafnvel af þeirri
ástæðu einnig færi vel á því, að ungir menn íslenzkir væri tamdir
við þá íþrótt eins og tíðkast með öðmm þjóðum. En megin-
kjami málsins er sá, að svo lengi sem vér ölum með oss þá hug-
sjón að ráða einir yfir landi voru á friðartímum, verðum vér
jafnframt að búa oss undir að geta sýnt það í verki, að vér höf-