Andvari - 01.01.1954, Síða 100
96
Bjöm Þórðarson
ANDVARI
um á að skipa mönnum, sem eru því vaxnir að hafa á hendi
varðgæzlu í landinu þegar þeir tímar koma. Vér vitum, að er-
lent setulið í landinu á friðartímum er oss ofraun. Þetta munu
félagar vorir í varnarbandalagi Atlantshafsþjóðanna láta sér skilj-
ast, jafnvel hinir stóm.
Hér skal látið staðar numið að þessu sinni, en þetta endur-
tekið: Island er komið inn í stjórnmál heimsins og þaðan verður
ekki aftur snúið. Afleiðing þessa er sú, að lagzt hefur með
nokkmm hætti herfjötur á íslenzku þjóðina í landi hennar. Það
er hennar hlutverk að ráða fram úr, hversu þessi fjötur má verða
henni sem léttbærastur og meinaminnstur í nútíð og framtíð.
Málið er erfitt viðfangs á marga vegu, því að hér reynir á allt
í senn: vilja, skapfestu og orku. Það er ótvíræð nauðsyn að íhuga
málið allt sem rækilegast eins og það er í raun og veru. Hvorki
má láta sljóvgast af andvaraleysi, né glepjast af fölskum tónum,
úr hvaða átt sem þeir koma.
E f n i.
Bls.
Steinþór Sigurðsson, eftir Jón Eyþórsson (með mynd) ..................... 3—30
Tímatal í jarðsögunni, eftir dr. Sigurð Þórarinsson ..................... 31—55
Herútboð á íslandi og landvarnir íslendinga, eftir dr. Björn Þórðarson 56—96