Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1953, Page 10

Andvari - 01.01.1953, Page 10
6 Sigurjón Jónsson ANDVARI maður dr. Gunnlaugs Claessens í 14 ár, hefur, svo sem áður er minnzt á, ritað minningargrein um hann í Læknablaðið (34. árg., 1. tölublað). Segir hann þar meðal annars frá starfsskilyrðum Röntgenstofnunar Háskólans framan af, eftir frásögn dr. Gunn- laugs sjálfs. Þegar þeir lesa þá lýsingu, er nokkuð kynntust röntgendeild Landsspítalans á síðustu árum dr. Gunnlaugs Claessens, fer varla hjá því að þeim detti í hug spakmælið „mjór er mikils vísir“. Dr. Gísla segist svo frá: „Stofnunin hafði til umráða 3 herbergi á Hverfisgötu 12. Dimm stofa var í kjall- ara, en röntgenstofa og biðstofa á stofuhæð. Vegna þrengsla var ekki hægt að koma inn sjúkrakistu. Þótt vinnuskilyrði hafi þannig verið léleg, mun það þó hafa valdið enn meiri erfiðleik- um, að ekki var þess kostur á þeim tíma að fá öruggan rafmagns- straum til vélanna (Elliðaárstöðin tók ekki til starfa fyrr en sumarið 1921). Trésmiðjan „Völundur" miðlaði straum af veik- um mætti. Varð stundum að síma þangað tilmæli um að stöðva vélar þar, svo að nægur straumur fengist til röntgenmyndunar. — Dr. Claessen hrosti sínu góðlátlega brosi, þegar hann minntist þessara bernskuára röntgentækninnar. En undir hinni öruggu stjóm hans óx Röntgenstofunni fiskur um hrygg ár frá ári. . . . Llagur Röntgenstofunnar vænkaðist mjög, er hún flutti í hús Nathan & Olsens, en þar tók hún til starfa í jan. 1918. Fyrstu árin var aðaláherzlan lögð á röntgenskoðun, en sérstök vél til röntgenlækninga var sett upp í júní 1919. Síðar (1921) komu bogaljós, og má þá segja, að komin hafi verið upp fullkomin röntgen- og 1 jóslækningadeild". Um starf dr. Gunnlaugs Claessens við röntgenstofnunina og röntgendeildina farast dr. Gísla Fr. Petersen orð á þessa leið: „Dr. Claessen var stórhuga og framsækinn. Hann sá að þörf var fyrir stærri og betri vélar, en þar var við ramman reip að draga, — húsnæðisleysi, rafmagnsvandræði og fjárskort. Það liðu þvi nokkur ár áður en stofnunin eignaðist sérstök geislalækninga- tæki, og fengust þau fyrir sérstaka lagni dr. Claessens að koma áhugamálum sínum fram. Honum var sýnna um það en flest-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.