Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1953, Side 11

Andvari - 01.01.1953, Side 11
ANDVARI Gunnlaugur Claessen 7 um öðrum að útvega nauðsynleg tæki og endurbæta það, sem úrelt var orðið. Það var happ, að það féll í hans hlut að koma fótum undir röntgenfræðina hér á landi. Nýjar greinar vísind- anna, í læknisfræði sem á öðrum sviðum, eiga alla jafna erfitt uppdráttar, og því mikið komið undir mannvalinu í byrjun. Dr. Claessen kappkostaði ætíð, að röntgendeildin stæði ekki að baki hliðstæðum stofnunum erlendis, og því tókst honum að koma til leiðar". Um kennslustörf dr. Gunnlaugs í röntgenfræðum, en þau kenndi hann stúdentum í læknadeild Háskólans, svo sem áður er getið, kemst dr. Gísli Fr. Petersen svo að orði: „Honum var kennslustarfið mjög hugleikið, enda var það stór þáttur í skap- gerð hans að fræða aðra og miðla þeim af þekkingu sinni“. — Þetta hið sama sýndu og öll ritstörf hans, er miðuðu til fræðslu, hvort sem ætluð voru læknum eða leikmönnum og hvort sem fræðslan var um geislalækningar eða önnur efni. — Enn getur dr. Gísli Fr. Petersen þess varðandi kennslu- og leiðbeiningar- starf dr. Claessens, að honum hafi verið einkar sýnt um að henda öðrum á viðfangsefni. Aldavinur dr. Gunnlaugs Claessens, prófessor Gösta Forsell í Stokkhólmi, sem lengi hefur verið talinn fremstur geislalækna á Norðurlöndum, ritaði minningargrein um dr. Gunnlaug í tíma- ritið Acta Radiologica; gefa norrænir geislalæknar það út og var dr. Gunnlaugur einn af ritstjórum þess 8 eða 9 síðustu árin sem hann lifði. Þar segir prófessorinn svo um kennslubók dr. Gunnlaugs, Röntgendiagnostik, en undirstaða hennar segir dr. Gísli Fr. Petersen að fyrirlestrar hans í læknadeild Háskólans hafi orðið: „Kennslubók Claessens í röntgenfræðum, Röntgen- diagnostik, er það rit, sem hann hefur orðið kunnastur fyrir meðal annarra lækna á Norðurlöndum en röntgenfræðinga. Sú hók hefur komið út á dönsku í tveim útgáfum (1940 og 1946). Þessi bók er sérstæð sem kennslubók í röntgengreiningu, vegna þess hve Ijóst og lipurt hinn trausti og æfði kennari leiðir nem-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.