Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1953, Side 12

Andvari - 01.01.1953, Side 12
8 Sigurjón Jónsson ANDVARI andann, alókunnugan þessu efni, fet fyrir fet inn í helgidóm röntgenfræðanna. Til þess að gera efnið skiljanlegra byrjandanum, hefur höf- undurinn víða tengt lýsingu röntgenmyndanna þeim myndum, sem menn geyma í huga frá líffærafræðinni, og einnig því, sem finnst við almenna sjúkrarannsókn. í sambandi við þennan samanburð lýsir hann vinnubrögðum röntgenrannsóknarinnar og túlkun röntgenmyndanna. Smám saman eru byrjandanum kynnt- ar þær meginreglur, sem við eiga, þegar lesa á gerð líffæranna út úr röntgenmyndunum, þ. e. að komast að röntgengreiningu sjúkdómsins. Vel valdar myndir bera vitni hinni ágætu tækni röntgendeildar Landsspítalans í Reykjavík. — Kennslubók Claes- sens er almennt notuð og í miklum metum við háskóla á Norður- löndum". — Enn getur prófessor Forsell þess, að ensk útgáfa kennslubókarinnar sé í prentun. Um önnur rit dr. Gunnlaugs á sviði röntgenrannsókna segir próf. Forsell meðal annars, að sumar af ritgerðum hans um sjúkdómsgreiningu hafi „bætt dýrmætri reynslu við þróun sjúk- dómsgreiningar með röntgenskoðun". Til dæmis um það segir hann m. a.: „Llann hefur gefið frábæra lýsingu á röntgenein- kennum liðsjúkdóma í syringomyeli. — Áður en farið var að nota röntgenljósmyndir mælti hann með röntgen-pa'p'pír við hóp- skoðanir á lungum vegna herklavarna og lagði áherzlu á, að margt benti til þess, „að víðtækar hópskoðanir mundu valda þáttaskilum og framundan væri glæsilegt tímabil almennrar heilsuverndar í baráttunni við berklaveikina"." Þá segir próf. Forsell, að í fjölda ritgerða um sullaveikina hafi dr. Claessen samið hina nákvæmustu og fullkomnustu lýsingu, sem enn hafi birzt um röntgengreiningu sullaveikinnar. Hann hafi sannað, að á íslandi séu lungnasullir ákaflega fátíðir, ef þeir komi þat fyrir, og bendir til þess, að einnig í öðrum löndum kunni lungna- sullir að vera fátíðari en ahnennt sé talið. Það, sem talið hafi verið lungnasullir, hafi, a. m. k. á íslandi, oftast, ef ekki ævin- lega, verið sullir efst í lifrinni, er tekið hafi á sig gervi lungna-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.