Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1953, Page 17

Andvari - 01.01.1953, Page 17
ANDVARI Gunnlaugur Claessen 13 ár. Um áhugamál hans þar og málflutning segir svo í grein- inni: „Hann . . . átti mörg áhugamál. Gengu þau flest í þá átt að gera líf borgaranna bjartara og heilsusamlegra . . . Hann var manna hæglátastur, en hélt fast á sínu máli, þegar þess þurfti mcð, og flutti það með skörungsskap og rökvísi. Málflutningur hans var jafnan hófsamlegur og mótaður af þeirri háttprýði, sem einkenndi hann í öllu dagfari, svo að af bar. . . . Bæjarfélagið missti mikils í því, að hann gerðist ekki pólitískur bardagamað- ur til þess að korna í framkvæmd hugmyndum sínum í ýmsum greinum bæjarmálanna. Hugkvæmni hans var mikil í þeim efn- um og tillögur hans jafnan mótaðar af raunsæi hans og miklum vitsmunum". — Vita allir þeir, sem nokkur veruleg kynni höfðu af dr. Gunnlaugi, að þetta er ekkert oflof, enda bera ritstörf hans því órækt vitni. Rauði krossinn. Dr. Gunnlaugur Claessen var einn af fremstu hvatamönnum að stofnun Rauða kross íslands og einn af aðalstofnendum hans 1924, var þar alla tíð í stjórn og for- maður lengur en nokkur annar hefur enn verið. Hann var einn af þrem,1) sem ræður héldu á stofnfundinum 10. des. 1924, °g drap þegar á nokkur atriði heilbrigðismála, sem hann taldi, að Rauði krossinn ætti að láta til sín taka. Segir dr. Sigurð- Ur Sigurðsson berklayfirlæknir, er lengi var samstarfsmaður ^r- Gunnlaugs í stjóm Rauða krossins, í minningargrein um hann í „Heilbrigt líf“ (VIII. árg., bls. 127), að óhætt megi full- yr'ða, „að atorka hans og áhugi á málefnum og hugsjónum Rauða krossins hafi reynzt happadrýgst í því að leggja þann grund- völl, er félag þetta stendur nú á, enda veitti hann því sjálfur forstöðu á hinum örðugustu tímum. Barðist hann jafnan fyrir því, að Rauði krossinn yrði öflugur þáttur í heilsuvemdarstarf- semi landsins". Mjög í sömu átt fara ummæli annars samstarfs- 1) Hinir tveir voru Sveinn Björnsson, siðar fyrsti forseti íslands, og Guð- mundur Thoroddsen prófessor.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.