Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1953, Síða 22

Andvari - 01.01.1953, Síða 22
18 Sigurjón Jónsson ANDVARI urðu, þeim mun meir fannst mér til um prúðmennsku hans og hispurslaust viðmót, óbeit hans á allri sýndarmennsku, öfgum og tildri og hve umhugað honum var um heill og sóma lækna- stéttarinnar og framfarir í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Því að, svo sem ljóst má vera af því, sem hér á undan er ritað, var hann þar ekki við þá eina fjölina felldur, er laut að sérgrein hans, og var þó starf hans þar svo mikið og gott sem áður hefur verið rakið. Hann var einn þeirra lækna, er áttu frumkvæðiö að stofnun Læknablaðsins, þótt Guðmundur Hannes- son og M. Júl. Magnús væru þar fremstir í flokki. Var hann ritstjóri þess 1923—1930 og skrifaði í það fjölda ritgerða og styttri greina fyrstu áratugina. Meðal annars varð hann fyrstur til að rita um Landsspítalamálið í Læknablaðið (II. árg., bls. 26—32). Landsspítalinn var þá aðeins frómur framtíðardraumur, en þó í þann veginn að komast nýr skriður á eftir hálfs annars ára- tugs aðgerðaleysi, er konur í Reykjavík tóku að gangast fyrir fjársöfnun til að koma landsspítala á fót. Á fyrsta aðalfundi Læknafélags íslands 1919 var Gunnlaugur kosinn í nefnd í Landsspítalamálið ásamt tveim öðrum ágæturn læknurn; lagði nefndin fram álit, og var í því orðuð áskorun frá Læknafélaginu til Alþingis um fjárveitingu til undirbúnings og áætlana um kostn- að, stað og fyrirkomulag landsspítala, er ekki hefði færri en 100 rúm fyrir sjúklinga. Undir þetta ritaði Gunnlaugur með þeim fyrirvara, að hann teldi 100 rúm of fá, væri réttara að nefna 200, ef rúmatala væri nefnd á annað borð. Sýnir þetta framsýni hans í þessu máli sem fleirum. Flestar ritgerðir Gunnlaugs í Læknablaðinu eru eðlilega um sérgrein hans: notkun röntgengeisla og radiums til lækninga og greiningar sjúkdóma, og um ljóslækningar og tæki til þeirra, en eigi voru þau önnur mál fá, er hann lét þar til sín taka. Má auk ritgerða hans um geitnarannsóknir og geitnalækningar, sem áður hefur verið getið, nefna ritgerðir um byrjunarstig berkla- veiki, um sjúkrahjúkrun til sveita og um meðferð barna fyrir og eftir óperation. Þar ritaði hann og um vitamin, efni, sem einnig
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.