Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1953, Page 23

Andvari - 01.01.1953, Page 23
ANDVAKI Gunnlaugur Claessen 19 eru nefnd fjörefni eða bætiefni, og ætla ég, að hann hafi orðið fyrstur hérlendra manna til að rita um þau. Enn ritaði hann í Læknablaðið um ýmis mál, sem einkanlega vörðuðu læknastétt- ina, svo sem um sérfræÖinga, kandídatapláss, landlæknisembættið, drykkjuskap lækna o. fl. Bókafregnir og ritgerðir um læknisfræði- leg efni ritaði hann þar margar og yfirlitsgreinar. Hann var einn af forgöngumönnum þess, að Læknafélag íslands var stofnað, ásamt Guðmundi Hannessyni og fleirum; var hann þar góður liðsmaður og átti drjúgan þátt í framgangi ýmissa heilbrigðismála, er félagið heitti sér fyrir, innan félags og utan. Áður var á það drepið, er minnzt var á fyrirlestra hans við Háskólann, að honum var einkar sýnt um að fræða aÖra. Bera þess meðal annars vitni þær mörgu ritgerðir, er hann ritaði í hlöð og tímarit til að fræða almenning um heilbrigðismál og læknisfræðileg efni. Meðal annars ritaði hann um röntgengeisla í Skírni 1916 og urn radium í Eimreiðina 1919, og í Almanak hjóðvinafélagsins xitaði hann mjög margar fræðandi greinar um langt skeið, þar á rneðal um geitur (1924) og sullaveikivarnir (1925), er báðar voru þáttur í baráttu hans fyrir útn'mingu þeirra sjúkdóma. Greinin um hálfarir, sem áður er nefnd, var og nokk- urs konar sóknarskjal í bálstofumálinu. Af öðrum ritgerðum dr. Gunnlaugs í Almanakinu skal hér aðeins nefna ritgerðimar >»Bætiefni fæðunnar“ (1926), „Vitamin" (1940) og „íslenzk her“ (1936). Honum var' áhugamál, að menn notuðu sér sem bezt þessa einu innlendu ávexti, sem þá var hér um að ræða, og til að stuðla betur að því gaf hann út Berjabókina ásamt Kristbjörgu Eorbergsdóttur árið 1940. í dagblöðin ritaði liann stundum grein- ar um áhugamál sín, en mest af alþýÖufræðslu hans urn heil- Hrigðismál birtist þó í tímariti Rauða kross íslands, „Heilbrigt Hf“. Var hann, svo sem áður er getiÖ, ritstjóri þess frá upphafi, og það var hann rneðan honum entist aldur. Ritaði hann í það fjölda ritgerða og stuttra greina. Segir dr. Sigurður Sigurðsson, að Heilbrigt líf hafi náð mjög mikilli útbreiðslu á fáum árum, enda þótt allt of lítið væri gert til þess að afla því kaupenda.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.