Andvari - 01.01.1953, Síða 27
ANDVARI
23
Á mótum gamals tíma og nýs
er það hér látið tákna lok hinnar mestu kyrrstöðu. 1 morrandi
lygnu áranna er fátt, sem hrærir hið sljóstreyma yfirborð. Þannig
mjakast elfur tímans fram í þjóðfélagi, sem veit varla af sjálfu
sér, er stjórnað án nokkurrar hlutdeildar þegnanna, sem líta af
gömlum vana á ráðstafanir stjórnarvalda líkt og viðbrigði veður-
fars og árstíða, sem taka verður með þolgæði yfirleitt og þakk-
læti þá sjaldan slíkt ræðst betur en vænta mátti. Sarnt er þetta
þjóðfélag iifandi og starfandi á sinn hátt, en svo gersamlega ólíkt
því, sem gerist urn þjóðfélag á vorum dögum, að naumast verður
til þess jafnað. Það býr yfir öllum hinum sömu kröftum, en það
þekkir þá ekki, veit ekki að þeir séu til. Það á a. m. k. marga
hina sömu úrkosti, en órar ekki fyrir þeim. Bóndinn og sjómað-
urinn, máttarstólpar þessa þjóðfélags, heyja sína römmu og hetju-
legu baráttu ár frá ári við kaldræn, hlutlaus náttúruöflin. Þessi
barátta er alltaf háð á einn veg, sífelld endurtekning, og löngum
ærnum hrakföllum hundin. Hjá henni verður ekki sneitt, því
hún er háð um lífið sjálft. 1 þessu landi bænda og sjómanna er
allt undir því komið, að sjór verði sóttur og kvikfénu borgið vetrar-
langt. Verði hér misbrestur á, er engu fyrir að týna nema lífinu.
í góðu árunum, þegar allt leikur í lyndi, er lífið vandalaust, ein-
lalt og ríkt af unaðslegum tilvikum, mjúklátri glettni og háleitri,
heiðrænni, dýrð, eins og landið sjálft, sem er alltaf fagurt, þegar
vel veiðist og daggir og ljós himins tengjast frjósemi moldar í
gróðursæld. En ef illa árar er sá einn kostur að leggja sig enn
naeir fram, róa því oftar og sækja því lengra sem aflinn er tregari,
°g rækja heyskapinn og stunda vetrarbeitina með því meira at-
fylgi sem sprettan er rýrari og heyföngin minni, en ]rví næst
herða sultarólina fastar. Þetta var hin forna, þrautprófaða hern-
aðarlist í baráttu þjóðarinnar fyrir tilvist sinni, og hún er í fullu
gildi á því herrans ári 1835, og að vísu drjúgum lengur, en ekki
algild. Ur því kemur fleira til greina.
Meginstoðir atvinnulífs á vorum dögum eru fjármagn og
samtök. í sögu atvinnuveganna varðar mestu um samtökin, því
þangað má rekja upphaf hinna stærstu átaka og afreka. Saga