Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1953, Side 30

Andvari - 01.01.1953, Side 30
26 Þorkell Jóhannesson ANDVARI Magnús Stephensen, sem var á sinni tíð hinn fróðasti rnaður um sögu 18. aldar á Islandi, segir í hinu ágæta rili sínu, Eftir- mæli 18. aldar, og ber þar fyrir sig ummæli Jóns Eiríkssonar í riti hans um framfarir íslands, Deo, regi, patriæ, að um 1700 hafi tekjur af fasteign á íslandi numið rúmlega 33 þús. rd., en árið 1759 rúmlega 24 þús. rd., og með sama verðlagi og 1759 myndi þessi upphæð ekki hafa numið 20 þús. rd. um 1800. Þessar tölur em vafalaust ekki nákvæmar, en hlutfallslegt gildi þeirra myndi fara nærri réttu lagi, og því vel þess vert að gefa þeim gaum. Hér er um stórkostlegt hrun að ræða, eða um 40% á einni öld. En sízt þarf að undra, þótt landverði hrakaði hér á 18. öld, er mannfjöldinn komst þrisvar sinnum niður fyrir 40 þúsund, svo eigi sé talin langvinn hallæri af völdum ills árferðis, fjárpesta og náttúmumbrota, einkum á síðara helmingi aldarinn- ar. Á þessum tíma má kalla, að gangi til þurrðar síðustu leifar fornrar auðlegðar, er haldizt höfðu í nokkmm ættum í landinu fram um 1700. Frá þjóðhagslegu sjónarmiði varðaði slíkt minnstu. Hitt var verra, að þeir fátæku urðu líka enn snauðari. Þannig skilar einokunaröld þjóðinni af sér fjárhagslega máttvana og umkomulausri. Þegar Skúli Magnússon hóf baráttu sína fyrir viðreisn íslands með stofnun innréttinganna, var honum Ijóst, að eigi nrætti við rétta hag landsmanna fyrr en verzlunin yrði frjáls og kæmist jafnframt í hendur íslenzkum mönnum, svo að verzlunarhagnað- urinn staðnæmdist í landinu og gæti orðið bakhjarl framsóknar og umbóta í atvinnuefnum þjóðarinnar, jafnframt því sem al- þýða manna sætti betri viðskiptakjörum og hæri rneira úr býtum en áður fyrir störf sín á sjó og landi. Þetta var kjarni málsins. Bætt verzlunarkjör, samfara aukinni og bættri framleiðslu bæði til lands og sjávar, var markmiðið, sem keppa har að af öllum kröftum. Ilvatningar og leiðbeiningar um búnaðarbætur hvers konar og smástyrkveitingar og verðlaun því samfara var allt saman gott og blessað, en svo sem árangurslaust, nema fram ur raknaði um verzlunarkjörin.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.