Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1953, Síða 34

Andvari - 01.01.1953, Síða 34
30 Þorkell Jóhannesson ANDVARI endur í þilskipaútvegi hér við land. Næstir þeim koma nokkrir menn úr bændastétt, sem vegna aðstöðu sinnar urn að njóta þolan- legustu verzlunarkjara, sem þá var að fá á landi hér, við sunnan- verðan Faxaflóa, hagnast vel af atorku sinni, er þeir fá nú loks- ins að njóta sjálfir, og verja því aflafé á sama hátt. Skúli Magnús- son hafði ekki legið lengi í gröf sinni, er raun gaf vitni um, að hann hafði liaft rétt fyrir sér. Þrátt fyrir allt hafði fríhöndlunin fært íslendingum nokkuð af þeim gæðum, sem Skúla dreymdi um, að frjáls verzlun myndi veita þeim. Og sérhver lagfæring á fríhöndlunarlögunum miðaði til meiri umbóta. Þannig má telja fyrrgreind ákvæði tilskipunar frá 11. marz 1816 aðra höfuðorsök þess, að nú tekur að lifna yfir sjávarútvegi hér, einkum á Vest- fjörðum og við sunnanverðan Faxaflóa. Fer og verzlunin yfir- leitt batnandi upp úr 1820 í flestum stöðum. Miklu olli sjálf- sagt, að nú gengu friðsæl ár í garð og sigling og viðskipti gerðust öruggari og áhættuminni en áður. Um daga konungsverzlunarinnar síðari lagði verzlunarstjómin og svo fjármálastjórn ríkisins mikið kapp á það að koma á fót þilskipaútvegi á lslandi. Lengi höfðu bæði Danir og íslendingar séð ofsjónum yfir því, er erlendar þjóðir, Englendingar og Ffol- lendingar, og loks Frakkar, sendu stóra flota fiskiskipa norður í höf, á Islandsmið, og höfðu yfirleitt stórmikinn hagnað af, en landsmenn sjálfir áttu ekkert nema smáfleytur til sjósóknarinnar, og einokunarkaupmenn létu sér, að því er séð verður, aldrei til hugar koma að stunda hér útveg, sízt með neinum krafti. Til- raun stjómar konungsverzlunarinnar heppnaðist sennilega eins vel og við var að búast. Beinn hagnaður varð að vísu enginn, þvert á móti mun stjómin hafa skaðazt allríflega á fyrirtæki þessu. Vafalaust gerðu fmmkvöðlar þessarar útgerðar sér líka ljóst frá upphafi, að hér yrði allmiklu til að verja. Hvorki Danir né ís- lendingar höfðu um þessar mundir neina kunnáttu eða æfingu í slíkri útgerð og hlaut því margt að fara í handaskolum fyrst um sinn. En úr því Hollendingar og jafnvel Frakkar gátu hagn- azt af útgerð við strendur Islands, hlutu heimamenn að geta það.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.