Andvari - 01.01.1953, Blaðsíða 40
36 Þorkell Jóhannesson andvari
stæðari verzlun og að líkindum jafn-betra árferði, einkum á ár-
unum 1840—1850.
Þess var áður getið, að fólki í landinu fjölgaði um rúml. 25%
frá aldamótum fram að miðri öldinni. Fólksfjölgun þessi verður
mestöll í sveitum landsins, enda í rauninni aðeins um einn
kaupstað að ræða, Reykjavík, sem að vísu tók örum vexti, eink-
um á síðara hluta þessa tímabils. í Reykjavík voru taldir árið
1801 307 menn, 639 árið 1835 og 1149 árið 1850. I kauptún-
um landsins er föst byggð víðast næsta lítil. Mun láta nærri, að
í sveitum landsins byggi árið 1850 um 58 þús. manns.
Guðmundur Scheving var eflaust glöggskyggn á vandamál
samtíðar sinnar og dágóður spámaður, en vart myndi hann hafa
trúað því, að eftir svo sem hundrað ár yrði svo komið í landi
voru, að menn þættist eygja takmörk sjávarútvegsins, er hann
hugði naumast til vera, en landbúnaðurinn ætti þá miklu meira
svigrúm eftir. Um hans daga stóð landbúnaðurinn föstum fót-
um að fornum hætti, og á því varð engin breyting fram um
miðja öldina. 80—90% af landsmönnum lifði á landbúnaði, en
ein 6—7% af sjávarafla, að því er skýrslur herma. Tölur þessar
eru að vísu varhugaverðar fljótt á litið, gera minna úr hlut sjávar-
aflans í afkomu þjóðarinnar en rétt myndi vera. í raun og veru
sýna þær fyrst og fremst eitt höfuðeinkenni á atvinnuhögum
þessa tímabils, sem að vísu á einnig við um fyrri tíma og gætir
enn um langa hríð fram eftir 19. öld. Verkaskiptingin milli
höfuðatvinnuvega þjóðarinnar er enn um miðja 19. öld svo
skammt á veg komin, að útvegurinn, sjósóknin í landinu, er að
mestu ígripaverk sveitamanna, landbænda, en um reglulega sjó-
mannastétt er varla að ræða í lieilum landshlutum. Alls er talið,
að 4057 menn lifði af sjávarafla árið 1850, flestir við sunnan-
verðan Faxaflóa, eða 2723 menn í Gullbringu- og Kjósarsýslu,
að Reykjavík meðtalinni. En hún mátti reyndar kallast útgerðar-
bær, því af tæpum 1200 íbúum hennar lifðu 656 á sjávarafla.
Alls eru í suðuramtinu taldir 3202 menn, er af sjósókn lifi-
í vesturamtinu voru sjómenn flestir á Snæfellsnesi, en alls taldir