Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1953, Side 41

Andvari - 01.01.1953, Side 41
ANDVARI 37 Á mótum gamals tíma og nýs 665 menn, er framfærslu hafi af sjósókn. I norður- og austuramt- inu eru 190 menn taldir lifa af sjávarútvegi, flestir í Eyjafjarðar- sýslu, eða 141. Tölur þessar gefa ljósa bendingu um það, hversu veigamikill þáttur sjósóknin var í atvinnulífi manna í ýmsum landshlutum. Svipað verður uppi á teningnum, ef athugaðar eru skýrslur um útflutning helztu sjávarafurða. Árið 1849 eru út flutt úr suðuramtinu alls 16550 skpd.; úr vesturamtinu alls 3054 skpd.; úr norður og austuramtinu koma 28 skpd. af saltfiski og 12 skpd. af harðfiski, alls 40 skpd. í suðuramtinu var mestallt fiskmagnið komið frá Reykjavík og úr Gullbringu- og Kjósar- sýslu; Ámessýsla er með rúm 200 skpd. í vesturamtinu kemur langnrestur fiskur úr ísafjarðarsýslu og svo Barðastrandarsýslu. Ekkert úr Strandasýslu. í norður- og austuramtinu kom allur harðfiskurinn úr Eyjafjarðarsýslu, og mestallur saltfiskurinn, 21 skpd., úr Norður-Múlasýslu. Má því kalla, að svo sem ekkert sé til þessa útflutnings lagt frá Geirólfsgnúpi austur um land að Þjórsárósum. Hitt verður ekki auðveldlega metið, hvem þátt vermenn af þessu svæði áttu í afla þeim, sem fluttur var út af Suður- og Vesturlandi, né heldur hversu mikla björg þeir drógu í bú heima fyrir. Sé litið til lýsisframleiðslunnar, breytist þessi ntynd nokkuð. Af lýsi koma til útflutnings einar 706 tn. úr suður- amtinu, þar sem fiskaflinn er þó langsamlega mestur. Llr vestur- amtinu koma 1296 tn., þar af úr Strandasýslu, þar sem enginn var fiskútflutningurinn, 177 tn. Og úr norður- og austuramtinu komu 1258 tn. af lýsi, þar af aðeins 52 tn. úr Norður-Múlasýslu, er þó flutti mest út af fiski, en 412 tn. úr Þingeyjarsýslu, sem engan fisk hafði út að flytja. Þetta em kynlegar tölur, en þó má eitthvað af þeim læra. Þótt gera megi ráð fyrir, að allmikið af þorskalýsinu hafi verið notað til viðbitis og ljósmetis innanlands, er glöggt, að nýting þorsklifrar til lýsisvinnslu hefir enn um þessar mundir staðið á mjög lágu stigi. Mestur hluti þess lýsis, sem út var flutt, hefir verið hákarlalýsi og sellýsi. Skýrslan um lýsis- útflutninginn er því villandi, sé þessara staðreynda ekki gætt. Til samanburðar skulu hér til færðar nokkrar tölur um fisk-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.