Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1953, Page 48

Andvari - 01.01.1953, Page 48
44 Þorkell Jóhannesson ANDVARI höndlunin til þroska, og er þá sízt að furða, þótt hún bæri ekki ávallt sem heilnæmasta ávexti. Hér heima á Islandi fylgdust menn yfirleitt lítt með atburÖum erlendis. Verðhækkunin var að vísu hagstæð oftast þeim, sem áttu nóga og góða gjaldvöru. Pen- ingavelta fór vaxandi, enda hverfandi lítil áður. Margir eignuð- ust nú jarðir, sem urðu þeim ódýrar, er þær voru borgaðar í seðlum, sem óðum féllu í verði. En upp úr 1794 má kalla að dragi stórum úr aÖstoð ríkisstjórnarinnar við atvinnuvegina, sem reyndar hafði aldrei mikil verið, enda minna virði en áður vegna stórhækkaðs verðlags. Fyrstu tveir tugir 19. aldar eru furðulega snauðir til frá- sagna, ef litið er til afreka í landstjóm. Verður þetta því berara, er síðustu 30 ár 18. aldar áttu að hrósa fágætlega skömlegum framkvæmdum í landstjórninni, svo sem fyrr var að vikið. Frá aldamótum fram um 1820 veröur hér sem næst kyrrstaða, hvert sem litið er, nema helzt í sjávarútvegi á nokkrum stöðum. Þessi staðreynd talar sínu máli. Skrykkjótt árferði, ill og ónóg verzlun og sífallandi peningagengi valda mestu um þetta. Á þessu tíma- bili mun einna síðast mannfall hafa orÖið af harðrétti á íslandi, svo sögur fari af. I einni grein búnaðar verður þó allmikil fram- för þessi ár. Garðyrkja vex til mikilla muna, svo að segja má, að hún hafi á þessum hallæristímum hlotið viðurkenningu sem bjargræðisvegur. Reyndar eru skýrslur um þetta ófullkomnar frarnan af, er aðeins er getiÖ fjölda matjurtagarðanna en ekki flatarmáls, en samt tala þær skýru máli um vaxandi garöyrkju. Árið 1804 eru kálgarðar á landinu aðeins 293, en 1823 eru þeir 2787 og 5042 árið 1849, þar af rúmlega 3/5 í suðuramt- inu, en vestra mest í BarÖastrandarsýslu og nyrðra í Eyjafjarðar- sýslu. Ef menn vilja gera sér glögga hugmynd um búnaðarástandið hér á landi á liðnum tímum, verÖur manni fyrst fyrir að líta a skýrslur um tölu kvikfjárins, einkum sauðfjártöluna. Fyrr á öld- um var kvikfjárhald bænda með nokkuÖ öðrum hætti en síðar varð, hlutfallslega fleira af nautpeningi, og eirnir eftir af þvt

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.