Andvari - 01.01.1953, Side 49
ANDVARI
45
Á mótum gamals tíma og nýs
búskaparlagi fram um aldamótin 1800. Á árunum 1823 til 1849
er nautgripatalan um 25 þús., en fjártalan vex úr urn 400 þús.
1823 í um 600 þús. 1843—49. Árið 1804 er tala nautgripa um
20 þús. og sauðfjártalan um 219 þús. og hækkar því allvel fram
um 1820, einkum sauðfjártalan, en eigi er unnt að sjá, hvernig
hækkun sú verður. Líklega kemur hún nrest á síðara liluta tíma-
bilsins. Skýrslur sýna, að fjárstofninn óx um 240% á árunum
1804—1853, og má mikið kalla. Sé litið eftir því, hversu margar
kindur koma á mann þessi ár, þá kemur í ljós, að 1804 koma
5,8 kindur á mann, en 11,6 árið 1853. Þrátt fyrir mikla mann-
fjölgun vex því sauðfjárstofninn svo á þessu tímabili, að á hvern
mann kemur helmingi fleira fé 1853 en 1804. Þessar tölur tala
skýru máli um vaxandi hagsæld landbúnaðarins á fyrra hluta
aldarinnar. í samræmi við það sýna skýrslurnar hlutfallslega hæst-
ar búpeningstölur í þeim héruðum, sem minnsta stoð áttu í sjávar-
afla. Hrossum fer og fjölgandi, úr 26524 árið 1804 í 37557 árið
1849. Þegar til þess er litið, að lifnaðarhættir voru enn um
miðja 19. öld ekki stórum breyttir til aukins kostnaðar frá því,
sem fyrrum tíðkaðist, má ljóst vera, að mikil breyting er hér á
orðin til batnaðar á högum landsmanna. Búin gefa miklu meira
af sér, nrenn hafa rýmri hendur og vegnar betur yfirleitt. Fram-
leiðslan hefir aukizt svo að magni og verðmæti 1849, að útflutt
vara nemur hart nær helmingi meiri upphæð en innflutt vara,
°g fór þó innflutningurinn vaxandi, svo sem ráða má af yfir-
fiti um lestarrúm skipa, sem hingað sigldu frá upphafi fríhöndl-
unarinnar. Á árunum 1787—1790 sigldu hingað að meðaltali 54
ship, 2127 rúmlestir samtals, en á árunum 1840—49 101 skip,
samtals 3671 rúmlest.
Hér hafa ýmis dæmi verið saman dregin, er vitna um batn-
andi hag þjóðarinnar á fyrra hluta 19. aldar, einkum á tíma-
hilinu 1820—1850. Hér má enn við bæta yfirliti um sveitaþyngsli
á þessum tíma. Árið 1703 voru 15,5% af öllum landslýðum þurfa-
hngar og förumenn, það er að segja fólk, sem ekki vann sjálft
Árir sér, var sjúkt, vanburða sökum bernsku eða elli, eða fékk