Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1953, Page 53

Andvari - 01.01.1953, Page 53
ANDVARI 49 Á mótum gamals tíma og nýs Sæmundsson var setztur að kalli á Breiðabólstað í Fljótshlíð, undra- maður, sem mat meira að ræða og rita um framtíð Islands en gleðjast yfir hinu notadrjúga leigusafni Staðarlandsetanna, er þó hafði orðið ærið ævistarf fjölda margra prófasta og höfuð- klerka á undan honum. Flér rekur hver atburðurinn annan. Sumarið 1837 fær ríkisstjórnin í hendur áskorun undirritaða af öllurn helztu embættismönnum og mörgum meiri háttar bænd- um í norður- og austuramtinu og suðuramtinu um fulltrúaþing á íslandi, er leiðir til stofnunar embættismannanefndarinnar 1839. 1840 víkur hinn nýi konungur Kristján 8. því rnáli til álits enrbættismannanefndarinnar, samkvæmt tilmælum Islendinga í Kaupmannahöfn, hvort stofna skuli ráðgjafarþing á íslandi og nefna Alþing. A 10 árum hefir hugmynd Baldvins Einarssonar skilað áfram við vaxandi athygli og áhuga íslendinga, unz hún hefir fengið fylgi sjálfs konungsins. Úr því er stutt en affararík saga til stofnunar hins nýja Alþingis 8. marz 1843. Alþingi er fyrsta tákn þess, að íslenzk þjóð varð til, á morgni sögunnar. Al- þingi hið nýja er táknið um endurreisn íslenzku þjóðarinnar, eftir nær 600 ára herleiðingu undir erlendri stjórn. Nokkrum áruni síðar geta fulltrúar landsmanna örugglega tekið undir við foringja sinn Jón Sigurðsson og sagt í nafni næstum hvers ein- asta hugsandi manns í landinu: Vér mótmælum allir. A þeini stundu vissu allir, að íslenzka þjóðin var vöknuð til fullrar með- vitundar um sjálfa sig, hlutverk sitt og stefnumið. Úr því fjallar sagan urn það, hversu þjóðinni tókst að gegna hlutverki sínu og hversu henni sóttist að því marki, er hún vildi keppa að. [Saga íslendinga VI—VII; Ármann á Alþingi III. árg.; Skýrslur um lands- þagi á íslandi I—II; Ný félagsrit; J. Johnsen: Jarðatal á íslandi; Páll Eggert Ólason: Jón Sigurðsson I.—II.; Gils Guðmundsson: Skútuöldin].

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.